Það er með öllu óleyfilegt að fara austur á land án viðkomu í Söluskálanum á Egilsstöðum.
Þegar þangað er komið pantið þið ykkur ostafylltar brauðstangir.
Hinkrið augnablik.
Þær koma á borðið. Þið deyið og farið til himna.
Betri brauðstangir eru hvergi fáanlegar. Ég hef smakkað þær ansi víða. Trúið mér - skyndibitadrottningu og fyrrum 120 kílóa stykki. Ég veit hvað ég syng.
Þessi var með í för. Ásamt systkinum mínum. Við sátum og borðuðum í rólegheitunum. Allir að njóta í sínum eigin heimi. Enginn sagði orð.
Afkvæmið þegir reyndar aldrei lengi í einu. Það leið því ekki langur tími þar til að hann lét flakka í alfarið óspurðum fréttum:
,,Mamma mín hefur sko sofið nakin."
Ljómandi gott umræðuefni að brydda upp á. Alveg hreint ljómandi. Systkinum mínum var allavega skemmt.
Mér eitthvað minna.
Honum var þó fljótt fyrirgefið. Litla fallega og einlæga sálin mín. Sem hefur nákvæmlega engan filter.
Lætur alltaf allan andskotann gossa.
Jæja. Njótið daganna sem framundan eru.
Heyrumst.
mmmmm :) Gæddi mér á svona gúmmó í dag.. reyndar voru þær upphitaðar en .. mmmmmmm
ReplyDeleteHrikalega flott peysa, mig langar í hana!
ReplyDeleteKv, Heba
æææ hann er himneskur þessi strákur þinn :) ♥
ReplyDeleteSá þig elskuleg "hárið þitt er flott" já ekki laus við smá pínku öfund, samt var ég alveg í mínum heimi og reyndar mömmu sem var í sínum og mínum, njóttu þín og hafðu gott með þig :) kv Sælín sem næstum alltaf les það sem þú bloggar
ReplyDeleteÉg elska, elska, elska bloggið þitt, og fannst bara vera kominn tími til að láta þig vita af því ! Kíki á hverjum degi, og stundum nokkru sinnum á dag, bara til að tjekka hvort það sé komið eitthvað nýtt. Ég þekki þig samt ekki neitt, en vildi bara hrósa þér og láta þig vita :)
ReplyDeleteKv. Guðrún
Skemmtilegt blogg og peysan er æði!
ReplyDeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDeleteHVAR get ég fengið svona brauðstangir á höfuðborgarsvæðinu ! ég bara VERÐ að fá svipaðar :P hehe
ReplyDelete