Apr 14, 2014

Oreohnetusmjörsbrownies.



Allt í lagi. Þegar ég hef lokið við þessa færslu þá geng ég frá bölvaðri hnetusmjörskrukkunni. Svona í bili.

Ég lofa.

Þessar kökur. Ó, þessar kökur. Blaut súkkulaðikakan, mjúkt Oreokexið og unaðurinn sem fylgir því að fá hnetusmjör á tunguna. Ég á erfitt með að fara ekki út í klámfengnar og klúrar lýsingar. 

Ég ætla að hemja mig.



Oreohnetusmjörsbrownies:

Betty Crocker browniemix
Oreokex - næstum tveir kassar
Hnetusmjör (ég notaði gróft en myndi nota fínt næst)
Stór muffinsform




Já. Þið sjáið rétt. Þetta eru tvö Oreokex með hnetusmjöri á milli.


Í muffinsform með þetta.


Útbúið browniemixið samkvæmt leiðbeiningum á kassa. Vænn skammtur af því fer svo í hvert form.


Inn í ofn í svona rúmlega 20 mínútur.





Ekki raða í ykkur heilli uppskrift af þessu heróíni á tæpum sólahring. Það veldur manni ófyrirséðum óþægindum. Já, ég tala af biturri reynslu.

Heyrumst.

6 comments:

  1. ókei. væntanlega er ekki til nokkur manneskja á þessu landi sem er jafn mikill hnetusmjörsaðdáandi og þú. þess vegna verð ég að spyrja? ertu ekkert að lenda í því að þegar krukkan er ca hálfnuð þá er hnetusmjörið ógeðslega hart og þurrt? lumaru á töfraráðum við þessu gríðarlega alvarlega vandamáli?

    btw, þessar verða bakaðar á morgun, mögulega aftur um helgina:)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hmm. Í hvert skipti sem ég opna krukkuna þá hræri ég alltaf vel í henni. Alveg niður á botn og hræri allt vel saman. Svona af því að það á bæði til að skilja sig og jú verða grjóthart.

      Mér finnst þetta yfirleitt virka. En svo er bara munur á. Ég lendi alveg í grjóthörðu smjöri þó ég sé dugleg að hamast við hræringar :/

      Delete
  2. Ég vissi ekki að það væri einhver annar þarna uti sem elskaði hnetusmjor jafnmikið og eg :) þetta er of girnilegt!!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ó, það gleður mig alltaf svo að heyra af fólki sem elskar hnetusmjör. Við erum alls ekki nógu mörg þarna út.

      Þyrftum eiginlega að stofna samtök!

      Delete
  3. Las bloggið þitt í morgun og fór í dag og verslaði 2 hnetusmjörskrukkur,twix, beikon og maisbaunir... Sé framá dásamlega matarpáska! spurning að bæta oreokexi og kökumixi á innkaupalista morgundagsins:)

    Kveðja
    Hrefna

    ReplyDelete
  4. Hvernig ferðu að því að vera svona grönn og flott?!? Svona í alvöru, ég fitna bara við að sjá þessar myndir!
    Kv, Heba

    ReplyDelete