Apr 13, 2014

Sunnudagsverkefnið: kattaraugu.


Mér finnst voðalega gaman að mála mig. Ég geri það ekkert alltof oft af því yfirleitt er ég alein að þvælast um á brókinni í Breiðholti - sótbölvandi skólabókum og ritgerðarskrifum. 

Síðustu tvö ár eða svo hef ég verslað mikið við E.L.F á Íslandi. Merkilega ódýrar snyrtivörur miðað við gæði. Vegna þess hversu oft nafn mitt og bankanúmer hefur birst á skjánum hjá þeim var nálgast mig fyrir stuttu og ég beðin um að prófa nokkrar vinsælar vörur.

Ég stökk auðvitað á það tilboð eins og einhver hefði boðið mér Bill Spencer úr Glæstum vonum á silfurfati. 



Þessi eyeliner kostar 500 krónur. Já. Ég sagði fimmhundruð! Mitt níska námsmannahjarta tekur kipp við það að skrifa þetta. Þið finnið hann hérna - alveg hreint ljómandi góður og svo sannarlega ekkert  síðri en margir aðrir sem ég hef prófað. 

Ég nota eyeliner mikið. Svo fljótlegt, fínt og einfalt dæmi (að því gefnu að ég sé ekki komin í glas).

Í dag æfði ég mig í svokölluðum kattaraugum.



Ég er alveg mannleg þegar kemur að speglamyndum. Þrátt fyrir gífurlega þjálfun þá heppnast þær ekkert í öllum tilvikum.



Látið sem þið sjáið ekki varaþurrkinn.


Ég notaðist við aðferðina sem sýnd er í þessu ágæta kennslumyndbandi. 

Ykkur er svo óhætt að setja ykkur í stellingar fyrir morgundaginn. Hann inniheldur meðal annars Oreokex, hnetusmjör og Betty vinkonu mína Crocker. 

Heyrumst.

4 comments:

  1. "Ég stökk auðvitað á það tilboð eins og einhver hefði boðið mér Bill Spencer úr Glæstum vonum á silfurfati. "

    haha í alvöru þú drepur mig!

    ReplyDelete
  2. Ég sá ekkert annað en varaþurrkinn. :( Sorry. Djók. En þetta er ólíkt betra en þegar ég er sjálf að sparsla svona línur. :(

    ReplyDelete
  3. i like. þetta tekst mér aldrei - ELF eru einmitt mjög vinsælar vörur hérna í Danaveldi, kannski mar tékki áissu.. :)
    besta selfie myndin er sú sem sést ekkert nema axlir og haka - "oh you model, who your agency?"

    xx H

    ReplyDelete