Ó, þetta er svo erfiður tími. Misserið að líða undir lok og manni langar frekar að ganga í sjóinn en að lesa eða skrifa stakt orð til viðbótar. Maður situr við allan daginn. Hættir að mála sig, greiða sér og klæða. Langar að gráta. Blóta. Öskra. Henda öllu draslinu á gólfið og kveikja í því. Kasta sér svo á helvítis bálið.
Mig langar að vera í vinnu frá átta til fjögur. Mig langar að draga andann án samviskubits. Mig langar að borða eitthvað sem ekki kemur úr pakka, niðursuðudós eða höndum heimsendils. Mig langar að hafa hreint hár. Mig langar að eiga hrein föt inni í skáp. Mig langar í frískt loft og súkkulaðihjúpuð jarðaber.
Já. Ég veit. Ég er ferlega dramatísk. Hef aldrei haldið öðru fram.
Á þessum árstíma sér maður einfaldlega líf án lærdóms í einhversskonar rósrauðum ljóma.
Úff, þið ættuð að sjá restina af íbúðinni. Hún lítur út eins og fjós.
Ekki lít ég betur út. Ég er alltaf með skítugt hár þegar jóla- eða sumarfrí eru handan við hornið. Ég baða mig jú. En ég læt bara hárið á mér aldrei í friði. Er stöðugt fléttandi það, togandi í það eða strjúkandi.
Á meðan ég tók þessar myndir mundi ég eftir merkilegum hæfileika sem ég hef. Ég get hreyft eyrun. Horfið vel á eyrað á mér í myndbandinu. Í guðanna bænum horfið samt framhjá fléttunni í toppnum á mér.
Jæja. Áfram gakk.
Heyrumst.
This comment has been removed by the author.
ReplyDeleteÆjjj þessi tími.....!!!!!!!!!!!!!! Æjj þetta fer alveg að taka enda......bara smá í viðbót.... ;)
ReplyDeleteÞú er bara dásamleg elskan ;o)
Þraukaðu............. ;o)
Vá, hvað ég skil þig vel! Er einmitt í sömu sporum og þú núna.. ómáluð, með úfið hár, ekki búin að vaska upp síðan....... og er að fá mér mitt annað glas af hvítvíni með sun lolly - hef heyrt að það eigi að koma einbeitingunni og athyglinni aftur í lag. Ég vil allavega halda því fram!
ReplyDeleteGangi þér vel á lokasprettinum!
-Vala Rut
I can relate! Er með samviskubit í þessum töluðu að vera að lesa random blogg á netinu í stað þess að læra. Háskólalíf.
ReplyDeletekv. Margrét