Apr 21, 2014

Tuttuguogeitthvað.


Það var ansi notalegt að fá að vakna við hliðina á þessum á sjálfan afmælisdaginn. Núna er klukkan 11:16 og hann er ennþá sofandi. Blessaður anginn. Ég skrifa þessar svefnvenjur á stórkostlegt uppeldi. Eða mögulega lélegt uppeldi af því hann fær stundum að vaka dálítið lengi.

Stórkostlegt, lélegt - skiptir engu. Barnið getur sofið fram að hádegi. Það er það sem máli skiptir. 

Ég virðist deila afmælisdegi með frægasta bloggara Svíþjóðar, henni Kenzu. Hún var svo væn að setja mynd inn á Instagram í morgun.

20140421-101829.jpg

Þetta er afmælismorgunverðurinn hennar.


Minn var hinsvegar eitthvað á þessa leið.

Ég renndi svo yfir Instagram rétt í þessu og þá er hún komin í rándýrt bíkíni. Ofan í heitum potti með ferska ávexti og kampavín. Ég er í skítugum náttbuxum með gati á rassinum. Kaffið mitt er orðið kalt og mig langar í beikon. 

Ég deili þessum afmælisdegi með fleirum. Til dæmis Elísabetu Englandsdrottingu. Jú og Andie MacDowell - einni af mínum uppáhalds leikkonum. Merkiskonur það.


Jæja, ég ætla að fara að njóta dagsins míns. Sennilega ekki á sama hátt og Kenza eða Elísabet Englandsdrottning. Gæðum heimsins er víst misskipt. 

Heyrumst.

5 comments:

  1. Til hamingju með afmælið unga kona, eigðu virkilega góðan dag með afkvæminu og takk fyrir þessi dásamlegu skrif þín.. hlakka til að lesa meira! (og plís ekki snúa þér að heilsuréttum eftir páska, hitt er miklu skemmtilegra!! :) )

    Súkkulaðikveðja úr Mývatnssveit :)

    ReplyDelete
  2. "Ég er í skítugum náttbuxum með gati á rassinum." Þú drepur mig einn daginn úr hlátri!
    Til hamingju með afmælið Bloggrún Veiga!

    ReplyDelete
  3. Til lukku með daginn þinn :)
    segi eins og þessi hér að ofan, hlakka til að lesa meira frá þér!!

    ReplyDelete
  4. Ég er svo hjartanlega sammála þessari efstu....!!!! Til hvers að fara í einhverja hollustufæði ?? Þetta er allt saman hollt sem þú ert að nota - hehe (sumt hollara en annað) en það er allt gott í hófi - OK! kannski í óhófi líka - í þínu tilviki allavega........... æjjj haltu bara áfram á þinni einstöku braut.... ;) En allavega til hamingju með daginn skvís ;)

    ReplyDelete
  5. Til hamingju með daginn! :)

    ReplyDelete