Ekki gat ég leyft mér þann munað að vera á galeiðunni í gærkvöldi. Ég þurfti að vakna fyrir allar aldir vegna vinnu og föndraði því við neglurnar á mér á meðan ég horfði á Júróvisjón. Svona í stað þess að stunda glasalyftingar og vera orðin þvoglumælt yfir stigagjöfinni eins og undanfarin ár.
Ég var að dunda mér með þennan stórgóða naglapenna sem ég nældi mér í héðan um daginn. Útkoman varð mitt uppáhalds mynstur. Hlébarða.
Ég byrjaði á að lakka allar neglurnar í einum lit.
Ég gerði svo doppur í öðrum lit. Þær þurfa ekki að vera fallegar - það nægir að dúmpa penslinum bara hingað og þangað.
Síðan teiknaði ég sviga í kringum hverja doppu.
Ég notaði þetta myndband mér til stuðnings í þessum framkvæmdum.
Jæja. Ég ætla fá mér rauðvín og pakka niður. Leiðin liggur heim í Breiðholtið á morgun.
Heyrumst.
LOVE IT !!
ReplyDeletePenninn er geggjaður! Á svo sannarlega eftir að gera fleiri tilraunir með honum - jú og sennilega splæsa á mig hinum litunum líka!
Deleteglæsilegt, mig langar að sjá mynd af öllum naglalökkunum þínum :)
ReplyDelete