May 20, 2014

Hvað er í töskunni minni?


Ég hef áður bloggað um innihald töskunnar minnar - sjá hér. Líkt og ég sagði þá verð ég ansi oft vör við svona töskufærslur, aðallega á erlendum bloggum. Myndirnar af innihaldinu eru alltaf jafn dásamlega fallegar.
Chanel-varalitur og merkjaveski á hvítum loðfeld. Gott og blessað en glætan. Glætan segi ég. 

Ég neita að trúa að ég sé eini sóðalegi töskuberinn þarna úti. Ég gæti sko bjargað heiminum með töskuna mína eina að vopni - svo fjölbreytt er innihald hennar. 


Einmitt já. Mér til varnar þá er töskudruslan verulega slæm þessa dagana sökum stöðugra ferðalaga. 


Dúkahnífur - nytsamlegur í allskonar aðstæðum. Varalitur og verkjatöflur - alveg hreint brýnar nauðsynjar. Nóg af spennum svona ef hárlengingarnar taka upp á því að hrynja úr mér. 


Eyrnalokkapar, pennar og sjö naglalökk. Eitt stykki subbuleg límbandsrúlla að þvælast þarna líka. 


Ég er alltaf með svona átta minnisbækur í umferð. Eðlilega. Þarna er líka bólukrem sem ég fékk frá húðsjúkdómalækni fyrir sirka fjórum árum. Sennilega orðið hættulegt bæði mönnum og dýrum - en vissara að hafa það í töskunni. 


Sími, 70% súkkulaði og gafflar. Jú og tannstönglar. Fáeinar tópaspillur sem voru á einhverju stangli um töskuna. 


Spöngin af gleraugunum mínum sem brotnuðu við það að þvælast um í töskunni fyrir stuttu. 



Jæja. Ég er búin að ryðja þessu öllu aftur á sinn stað í töskunni. 
Leiðin liggur á framboðsfund á Fáskrúðsfirði í kvöld.

Heyrumst fljótlega.

4 comments:

  1. Eiginmaðurinn kallar veskið mitt alltaf svartholið! Allt sogast inn í það og nánast ekkert kemst út aftur ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahahaha svipað ástand hjá mér, kærastinn vill helst komast hjá því að stinga höndinni ofaní veskið mitt, hann veit aldrei hverju hann á von á.

      Delete
    2. Hahahaha. Svartholtið - virkilega gott nafn.

      Ég varla vil stinga höndinni ofan í mína eigin tösku - nenni samt alls ekki að leggja það á mig að taka til í henni. Enda allt brýnustu nauðsynjar sem hún hefur að geyma.

      Delete
  2. vá gott pepp að sjá einhvern með álíka mikið allskonar í töskunni sinni!

    ReplyDelete