Ég dó fimm dauðdögum yfir þessari köku hérna í hádeginu.
Best hefði verið að smyrja henni á eitthvað - karlkyns já. Sleikja hana síðan af. Ég ætla ekki að nafngreina neina karlmenn sem væru vænlegir í það hlutverk. Smekkur minn á hinu kyninu veldur svo mörgum velgju. Látum það eiga sig.
Hnetusmjör er að sjálfsögðu innihaldsefni.
Silkimjúk súkkulaðibomba:
2 egg
1 matskeið púðursykur
1 bolli sykur
2 matskeiðar kakó
2 matskeiðar hveiti
1/2 bolli brætt smjör
1 teskeið vanilludropar
2 pakkar Reese´s Peanut Butter Cups
Eggin eru þeytt saman.
Púðursykur og sykur saman við - hræra.
Kakó, hveiti, smjör og vanilludropar fara í skálina þar á eftir. Hrært létt saman - alls ekki of mikið.
Það áttu að vera sex Peanut Butter Cups þarna. Tvö stykki fóru upp í mig. Þegar hnetusmjörslykt fyllir vit mín þá missi ég algjörlega stjórn á aðstæðum. Ræð ekki neitt við neitt.
Saxa.
Blanda varlega saman við.
Næst ætla ég að nota minni form. Þessi virkuðu alveg en ein svona kaka á mann er fullmikið af hinu góða. Fyrir eðlilegt fólk að minnsta kosti. Ég stútaði að auðvitað einu svona stykki á ljóshraða. Án þess að blikka augunum.
Svo má örugglega hella deiginu bara í stórt kökuform.
Inn í forhitaðan ofn með þetta á 165° í 40 mínútur.
Ólýsanlega gott.
Bakið þetta og borðið. Það er komin helgi.
Heyrumst.
Oh váá *slef*! En hva ekkert beikon? hehehe :)
ReplyDeleteElska að lesa bloggið þitt, en er ekki nógu dugleg að kommenta, so here it is ;)