Jun 25, 2014

Blómabarnið.


Blæti mitt fyrir blómum er agalegt. Blæti mitt fyrir samfestingum er ennþá verra. 

Ég hugsa þess vegna ekki skýrt þegar ég sé blómamynstraða samfestinga. Það slær bara einhverju saman í höfðinu á mér. Mér stendur nokkuð á sama þó ég fái aldrei að borða aftur og þurfi að fara allar mínar ferðir fótgangandi fram að mánaðarmótum. Samfestinginn verð ég að eignast. 



Þessi kom með mér heim úr Gyllta kettinum fyrir helgi. Við erum ástfangin. 




Ég er svo kattliðug í svona samfestingum. Jú og kynþokkafull. Ef það er ekki ástæða til þess að eiga nóg af þeim.

Ég kom einmitt auga á einn í Vila í gær. Svartan með bleiku glitri einhverskonar. Almáttugur hjálpi mér. Opinn í bakið. Svo gullfallegur og einmana á einhverju ljótu herðatré. Aleinn. Hvíslandi nafn mitt svo blíðlega.

Andskotinn. Ég sæki hann.

Heyrumst.

1 comment:

  1. Flottir samfestingar, en er ekki bölvað bras að fara á salernið spyr ég nú bara ;)

    ReplyDelete