Jun 24, 2014

Hollustunasl.


Nei, ég er að ljúga. Hollustunasl? 

Ekki að ræða það. 


Guð á himnum sko - þetta er svo gott. Salt, súkkulaði og karamella. Hver þarf mann þegar það er vel hægt að njóta ásta með mat? Mmm.

Saltkringlur með súkkulaði og karamellu:

Hálfur poki saltkringlur
1 bolli smjör
1 bolli púðursykur
2 bollar af súkkulaði
Gróft salt


Setjið bökunarpappir í sæmilega stórt eldfast mót. Raðið saltkringlum á botninn.


Bræðið saman smjör og púðursykur. Leyfið blöndunni að þykkna með því að láta hana sjóða í smástund.



Hellið karamellunni yfir saltkringlurnar og hendið þessu inn í ofn á 175° í fimm mínútur.



Kippið mótinu út úr ofninum, hellið súkkulaðinu yfir og aftur inn í ofn með þetta í eina mínútu.


Smyrjið mjúku súkkulaðinu jafnt yfir.


Inn í frysti með þetta í góðan klukkutíma. 

Stráið fáeinum saltkornum yfir dýrðina að lokinni fyrstingu. 



Ég ætlaði að fá mér einn bita með kaffibollanum eftir kvöldmat.

Ég er sennilega að japla á þeim átjánda.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment