Þessa helgina er að eiga sér stað ættarmót hjá móðurætt minni á Seyðisfirði. Þeim dásamlega fallega stað. Uppáhalds staðurinn minn í heiminum. Já og Eskfjörður auðvitað líka. Reyðarfjörður á víst einnig eitthvað í mér. Tenerife, má ekki gleyma Tenerife. Ég bý á Tenerife í hjartanu.
Ég er ekki stödd á þessu ættarmóti. Enda á ég mikilvægt stefnumót við Ásgeir nokkurn Kolbeinsson í Ikea á morgun. Hvet ykkur að sjálfsögðu til þess að kíkja á okkur þar. Skilst að hann ætli að elda handa mér eitthvað mexíkókst á meðan ég þamba rauðvín og spyr óviðeigandi spurninga.
Þó ég sé ekki á staðnum virðast ættingjar mínir hvergi nærri hafa gleymt mér. Þau sitja heima hjá ömmu minni á Seyðisfirði og grafa upp misniðurlægjandi hluti og pósta á Facebooksíðuna mína. Þessi ágæta mynd flaug þar inn í gær.
Svona leit ég út í mörg ár. Með blásin topp í anda Dallas. Ég fékk varla að fara út úr húsi á tímabili án þess að mamma réðist á mig vopnuð krullubursta og hárblásara.
Í dag var svo grafin upp ljóðabók eftir mig sem ég gaf ömmu og afa í jólagjöf. Ég hef sennilega verið svona 10 ára. Ég gaf alltaf heimatilbúnar gjafir. Ég var feitur krakki og eyddi öllum peningunum mínum í nammi.
--
Sit alein, alveg bein.
Ég verð að fá mér hund
til að gleðja minn lund.
til að gleðja minn lund.
--
Ást er ljúf
Ást er góð
Ást er von
Ást er að elska
Ást er góð
Ást er von
Ást er að elska
--
Rósin
Þau falla blöðin, falla.
Hún þornar upp.
Af hverju rósin mín?
Þau falla blöðin, falla.
Hún þornar upp.
Af hverju rósin mín?
Á ekki einhver annar rós nema ég
Rifin ljósmynd af henni liggur
á borðinu.
Rifin ljósmynd af henni liggur
á borðinu.
Af hverju mín rós?
Ég bara spyr.
Ég bara spyr.
Ég vildi að einhver
gæti sagt mér það.
gæti sagt mér það.
---
Já. Þessari dýrð var þrumað á Facebookvegginn minn í dag. Ég blána úr niðurlægingu við að lesa þetta.
Djúpa 10 ára sálin sem ég var.
Kristján frá Djúpalæk kveður að sinni.
Heyrumst.
Hahaha oooo en æðislegt! Rósin er mjög fallegt ljóð samt. Getur alltaf gripið í pennann ef annað klikkar síðar ;)
ReplyDelete