Almáttugur, svo fínir þessir sokkar sem ég þefaði upp í Tiger um daginn.
Ég fæ ekki nóg af þessu dóti. Ég er aldrei heima hjá mér þessa dagana og því er afar hentugt að luma á nokkrum svona pokum í töskunni. Bæði hollt og gott.
Ókei, mögulega ekki svo hollt í mínu tilviki. Ég hakkaði í mig þessa fjóra poka á innan við klukkutíma.
Ég fann svo fallega gjöf á útidyrahurðinni minni í vikunni. Jeminn eini. Hún innihélt alla mína uppáhalds hluti og kom frá Danmörku. Þetta blogg hefur fært mér svo merkilega margt. Þar á meðal dásamlegt fólk sem ég kalla orðið vini mína.
Hafið þið einhvern tímann kíkt á heildsöluna hjá S. Gunnbirnssyni í Garðabæ? Magnað fyrirbæri sem vinkona mín kynnti mig fyrir. Þarna geta allir verslað og það á fáránlegu verði. Ég hef verið að kaupa allskonar snyrtivörur - ekki nein þekkt merki en virka þó alveg ljómandi vel.
Ég á það til að týna öllu - þannig að það er ágætt að eiga ódýra hluti í töskunni og skilja þá dýrari bara eftir heima.
Ég á reyndar enga dýra hluti. En jæja.
Um daginn lýsti ein ágæt Facebookvinkona mín því yfir að matarsódi væri hinn besti andlitsskrúbbur. Aldeilis sem hún hitti naglann á höfuðið.
Matarsódi og vatn. Skrúbba vel á andlitið og skola. Maður hreinlega stinnist allur upp og verður dásamlega ferskur og mjúkur. Fer eins og falleg postulínsdúkka út í daginn. Jafn glansandi fínn og skallinn á Bubba. Sem mig langar að sleikja.
Djók.
Jæja, rauðvínsglas og guðdómlegt súkkulaðistykki eftir langan dag.
Heyrumst.
<3
ReplyDeletevarstu ekki með makeup færslu um daginn, kvartandi undan varaþurrk? ;)
&otherstories er svo falleg búð líka!
xoxo H