Stór dagur í dag. Upptökur á fyrsta þættinum mínum. Já, einmitt - ég var búin að lofa að ræða þennan þátt ekki aftur. Jæja, bara einu sinni enn.
Ég er örlítið meyr í hjartanu. Það gerist afar sjaldan. Svo það sé á hreinu. Mig vantar bara aðeins að segja takk. Já, ég veit að ég er á blogginu mínu eftir upptökur á aðeins einum þætti. Ekki stödd á Eddunni í sigurvímu eftir stórkostlega þáttarröð. Það má samt alveg þakka fyrir sig. Já. Almenn kurteisi heitir það.
Lísa mín í Level fær að sjálfsögðu þakkir fyrir gullfallega kjólinn sem ég klæddist í dag. Ó og auðvitað hárbandið líka. Ég og þessi hárbönd sko - eins og pylsa með tómat og steiktum. Fullkomið kombó. Elsku vinir mínir hjá hárlengingar.is fyrir hárið mitt og dásamlegu krullurnar sem það prýddi. Tara Brekkan förðunarfræðingur fyrir að gera mig svo sæta að mig langaði í sleik við spegilmynd mína.
Öll kunnulegu andlitin sem ég sá ganga framhjá tökustaðnum í Ikea í dag.
Linda og Einar Guðmundur fyrir að koma og skjalfesta ófá augnablik svo mamma og pabbi gætu verið með puttann á púlsinum. Ég ætti kannski líka að þakka fjölskyldu minni fyrir að svara ennþá símtölum frá mér. Þau hafa verið óþarflega mörg síðustu daga.
Starfsfólkið í Ikea - almáttugur minn. Ekkert nema liðlegheitin og hjálpsemin.
Síðast en ekki síst stórvinkona mín hún Leoncie fyrir að vera gestur fyrsta þáttarins og taka þátt í frumraun minni fyrir framan kvikmyndatökuvélar.
Engar áhyggjur. Þessar þakkarræður eru ekki að fara að vera viðtekin venja eftir hverja upptöku. Þessi dagur var bara gríðarlega mikil upplifun. Þetta var allt svo nýtt. Ógnvænlegt, stressandi og taugatrekkjandi. En að sama skapi stórskemmtilegt.
Oj. Ég er orðin væmin. Ég ætla út að skyrpa, blóta og þamba bjór.
Heyrumst.
Ykkur er velkomið að elta mig á Instagram - @gveiga85.
Eitthvað svo lík Angelinu Jolie á síðustu myndinni. Til hamingju með allt saman!
ReplyDeleteKv. Kamilla
Ji, ég sá þig í IKEA í dag og hvíslaði að manninum mínum "ji, þetta er bloggarinn þarna sem ég er alltaf að segja þér frá" og hann sussaði á mig og fór alveg sjálfur í kleinu af því að hann sagði að ég hefði ekki hvíslað heldur eiginlega bara talað og svo labbaði ég framhjá að reyna að vera sultuslök þarna. Án þess að þekkja þig eða að þú sért eitthvað úber seleb þá var ég vandræðalega nálægt því að vera starstruck! eins lúðalega og það nú hljómar
ReplyDeleteÞað var eiginlega kraftaverk að ég skyldi bara almennt getað labbað án þess að rekast á eldhúsinnréttingu þarna að horfa á ÞIG OG drottninguna sjálfa hana Leoncie :)
Hlakka rosalega til að sjá þáttinn!
kv. dyggur lesandi
Djók, ég sá þig þarna í GÆR en ekki í dag þar sem ég er að skrifa þetta 15.júní. Ég hef ekki hugmynd um hvort þú varst í Ikea í dag eða ekki, en ég sá þig þar í gær
ReplyDelete