Morgunkaffið í Breiðholti var drukkið úr þessum dásamlega væmna bolla þennan miðvikudaginn. Ég rakst á hann í Söstrene Grene um helgina og klisjukennda hliðin á mér féll kylliflöt.
Kaffisopi og súkkulaðibiti áður en haldið er af stað í handsnyrtingu. Lúxusinn á manni alltaf hreint. Nei, ég splæsi nú slíku aldeilis ekki á mig sjálf. Það væri þá annað hvort að fá að borða eða hafa fallegar hendur.
Það er agalega notalegt að eiga vinkonu í snyrtifræðinámi. Á síðasta föstudag fékk ég hjá henni tveggja tíma dekur. Svona þangað til að hún gaf mér fast selbit á ennið og húðskammaði mig fyrir að hrjóta. Dekrið átti sér nota bene stað fyrir framan allan bekkinn hennar.
Það er bara svo svæfandi að láta fitla svona við sig. Eða ekki fitla, nei. Það er of pervertískt orð. Láta eiga svona við sig? Dunda við sig? Nei, ókei. Þið skiljið hvert ég er að fara.
Talandi um fallegar hendur. Ég átti eftir að sýna ykkur tvö guðdómlega falleg naglalökk frá Barry M. Ég ræddi lítillega um þau hérna. Ég verð að segja og jafnvel sletta örlítið á ensku að þetta eru hands down bestu naglalökk sem ég hef prófað.
Þau haldast fáránlega vel á. Þorna fljótt. Litirnir eru dásamlegir. Ég elska þau. Elska, elska og elska.
Svo háglansandi og fallegt. Þessi litur er úr Gelly-línunni. Nánast hægt að spegla sig í honum.
Ó, svo þessi litur. Þessi, þessi, þessi. Ég varla tek þetta naglalakk af mér.
Ég á bágt með mig. Ég stúdera vefverslunina með þessi lökk að minnsta kosti einu sinni á dag. Eða tvisvar. Svona sirka. Ég get eiginlega ekki dásamað þau nógsamlega.
Ég hef nú prófað nokkur naglalökk í gegnum ævina. Fáein stykki. Ykkur er óhætt að treysta mínum meðmælum.
Jæja, handsnyrting.
Heyrumst.
Ó þú - það er engin eins og þú - hahahahaha ;)
ReplyDelete