Jun 4, 2014

Kvöldverður fyrir einn: beikonvafið avacado.


Hæ.

Þið vitið að ég er tilbúin að vefja hvað flest með beikoni eða smyrja með hnetusmjöri. 

Í kvöld var það avacado. Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott. 


Ég er hrifnust af beikoninu frá SS. Sneiðarnar eru svo þykkar og veglegar. Að vísu sá ég að Ali var að koma með eitthvað sem kallast grillbeikon. Hnausþykkar sneiðar. Ég þarf að kanna það fyrirbæri. Já og kaupa mér grill. Finna mann til að grilla líka. Jájá. 



Steikið beikonið örlítið. Svo það rétt taki lit.


Vefjið því utan um sæmilega þykkar avocadosneiðar.


Ég hefði sennilega mátt vanda mig meira við þetta. Beikonlykt gerir mig óða - ég þurfti að hafa hraðar hendur.

Stingið dýrðinni inn í forhitaðan ofn á 210° í sirka 10-15 mínútur. Borgar sig að hafa auga með þessu.



Avacadoið verður dásamlega mjúkt og bragðmikið. 

Þetta var virkilega ljúffengt. Held að það væri ansi gott að hafa sætt sinnep svona til hliðar. Sætt sinnep er auðvitað gott með öllu. Sérstaklega saltstöngum. 

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment