Ég opinberaði nafnið á þættinum mínum á Facebook í gær. Fyrir ykkur sem hafa áhyggjur - nei, þetta er ekki hefðbundin matreiðsluþáttur. Síðan hvenær stunda ég hefðbundna matreiðslu?
Hér er svo auglýsingin fyrir þáttinn. Þið getið séð hana í betri gæðum hérna.
Ég átta mig á hversu fullkomlega óþolandi ég er að verða. Ég er auðvitað búin að deila auglýsingunni eins og vindurinn á öllum helstu samfélagsmiðlum. Hóta vinum og vandamönnum afneitun og öllu illu geri þeir ekki slíkt hið sama.
Ég er bara svo spennt. Ég iða allan liðlangan daginn. Allt í einu eru svo margir draumar innan seilingar. En auðvitað er alveg jafn auðvelt að klúðra þeim eins og að láta þá rætast. Andlegt ójafnvægi mitt er sennilega í sögulegu hámarki. Ég er ýmist svífandi um á skýi eða liggjandi uppi í rúmi með sængina yfir haus. Það er óþarflega stutt milli hláturs og gráturs suma daga.
Jæja, þetta er í síðasta sinn sem ég ræði þennan sjónvarpsþátt. Eða allavega næstsíðasta. Svona sirka.
Ég ætla að eyða deginum í sólabaði á Esjunni.
Heyrumst fljótlega.
No comments:
Post a Comment