Sep 17, 2014

Ég eldaði.


Ég var ekki að elda núna, nei. Bara í gær sko. Það eru ákveðin tíðindi vegna þess að í síðustu viku lofaði ég mér því að snerta aldrei eldhúsáhald aftur. 

Ég fór út að borða þrjú kvöld í röð. Ekkert á Hereford neitt. Bara Ikea, Smáralind - þið vitið. Ég kalla það út að borða. Sá síðan fram á að þurfa að skarta netasokkabuxum upp við ljósastaur í Breiðholti ef ég sviki ekki þetta loforð við sjálfa mig. Þannig að já - ég eldaði. 

Pestókjúklingur:

450 grömm kjúklingalundir (ég kaupi frosnar)
1 krukka pestó
1 krukka fetaostur
1/2 krukka svartar ólívur
3 tómatar
1 gul paprika
fáeinir sveppir
rifinn ostur


Léttsteikið kjúklingalundirnar á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Komið þeim síðan vel fyrir í eldföstu móti.


Ég mæli með hefðbundnu pestói fyrir viðkvæma. Þetta var sterkt. Mjög.


Smyrjið pestóinu yfir kjúklinginn. Hellið fetaostinum yfir og leyfið sirka tveimur matskeiðum af olíunni að fylgja. 



Grænmetið ofan á herlegheitin.


Rifinn ostur yfir og inn í ofn á 180° í 25-30 mínútur.


Dugar mér í tvær máltíðir og sem nesti í skólann. Ekki það að ég hafi almennt mætt í skólann þetta misserið. Það er önnur saga. 

Ps. kunnið þið einhver trix við hárlosi? Jú ég er að bryðja hárkúr og þaratöflur eins og óð kona. Virkar ekki neitt. Tjah, ekki á hárið á hausnum á mér að minnsta kosti. Annarsstaðar spretta hárin eins og villt blóm að vori. Fann meðal annars eitt stykki á milli brjóstanna á mér í gær. Það var, eh já, upplifun. 

Heyrumst.

4 comments:

  1. Prófaðu að taka inn Silicia :) fæst í apótekum

    ReplyDelete
  2. Lýsi og B vítamín.

    ReplyDelete
  3. NÆÆÆÆÆÆS - ég ætla að gera svona

    ReplyDelete
  4. Sæl :) Frænka mín missti svo mikið hár eftir að hún áttir dóttir sína og hafði einmitt prufað allt! Svo var henni bent á af hárgreiðslukonunni sinni að setja laxerolíu í hárið, hita hana smá og setja svo plastpoka yfir í svona klst og skola svo úr með venjulegum hárþvotti, þetta allavegana svínvirkaði á hana og hún hætti að missa hárið og það byrjaði að vaxa aftur eðlilega :)

    ReplyDelete