Jah, þetta var nú eiginlega meira hádegisstund. Ég ætlaði á fætur klukkan sjö enda að drukkna í lærdómi og öðrum ófögnuði. En nei. Ég snúsaði frá sjö til tólf. Ég vaknaði á sjö mínútna fresti í fimm klukkutíma en tókst samt ekki að hafa rassgatið á mér fram úr rúminu. Það er að vísu í þyngri kantinum þessa dagana. Ég reiknaði það einmitt út í gær að síðustu fjóra mánuði er ég búin að borga 24 þúsund krónur fyrir einn spinningtíma.
Jájá. Ég borga 6 þúsund krónur á mánuði fyrir líkamsræktarkort. Mæti ég í líkamsrækt? Nei.
Eruð þið að velta því fyrir ykkur hvað er ofan í skyrdósinni? Ó, ég skal sýna ykkur.
Nælum okkur í eina dós af svona skyri. Bökuð epli. Mmm. Bill Spencer. Mmm. Já ég er að horfa á Glæstar með öðru auganu á meðan ég skrifa.
Setjum sirka lúku af chiafræjum í lítið glas og svipað magn af vatni út í svo þau verði að hlaupi.
Hendum fræjunum út í skyrið og hrærum vel saman.
Hnetusmjör. Alltaf hnetusmjör.
Tvær vænar skeiðar af því. Eða þrjár. Eða fjórar.
Algjört hnossgæti. Ég lofa!
Jæja. Áfram með smjörið. Lærdómurinn bíður. Alveg yfirdrifið nóg af honum.
Ég er ekki alltaf skarpasti hnífurinn í skúffunni. Því miður. Síðustu tvö ár hef ég stundað það að fresta þeim námskeiðum sem mér finnst hljóma leiðinlega.
,,Æ, ég tek þetta á næsta misseri bara."
,,Oj, er svona löng ritgerð í staðinn fyrir próf - ugh, ég tek þetta næst bara."
,,Úff, 100% lokapróf - ég tækla þetta seinna."
,,Ritgerð úr lesefninu einu sinni í viku? Seinna, ég tek þetta seinna."
Ah, mannvitsbrekkan sem ég er. Síðasta misserið mitt (krossum fingur) og öll leiðinlegu námskeiðin eru á borðinu hjá mér núna. Öll í einu. Well played. Fullt af ritgerðum, lokaprófum og lestri. Jú og ein helvítis meistararitgerð er á þessu borði mínu líka. Ókláruð.
Úff.
Heyrumst.
Ég held að við hljótum að vera systur. Spurning um að yfirheyra foreldrana? Ljúfan lærdóm. Pís át! :)
ReplyDeleteúff erum við að tala um FOM101F fremst meðal jafningja? godspeed segi ég ef svo er!!
ReplyDeletekv. Guðrún M