Sep 24, 2014

Topp fimm.

Við erum ekki að fara að ræða um menn eða maskara á þessum lista. Ó, nei. 

Ég hef nú þegar sett saman tvo lista yfir menn sem rífa allar óviðeigandi hugsanir út á dansgólfið. Sjá hér og hér. Maskarar, já nei. Ég kann ekki einu sinni nöfn á fimm slíkum.

En sælgæti - ó, þar er ég á heimavelli.

Hér tölum við fyrir utan Bingókúlur og Reese´s Peanut Butter Cups. Það er eiginlega ekki nammi - meira svona eitthvað sem er alltaf til inni í skáp. Nei, ég segi nei. Ekki talið sem sælgæti. Bara hluti af daglegri fæðuinntöku.


Milka Oreo og Milka Caramel. Guð minn góður - þegar Milka Oreo lenti á Íslandi, svipuð tilfinning og að eiga barn. Sko eftir að barnið er komið í heiminn. Dálítið löngu eftir. Og maður er ennþá í örlítilli glaðloftsvímu. Hrein og tær hamingja. Mmm.


Súkkulaði og salt - blanda sem ég hef rætt svo margoft við ykkur. Hérna er karamella komin í sömu sæng. Þetta þarf ekki að ræða neitt frekar. 


Þetta er eiginlega búið að vera uppáhalds súkkulaðið mitt síðan ég man eftir mér. Föðursystir mín var að passa mig fyrir langa löngu og gaf mér svona stykki. Að öllum líkindum til þess að þagga niður í mér. Ég var mjög óþægilegur krakki og hugsaði aldrei áður en ég talaði. Í dag hugsa ég alltaf áður en ég tala. Alltaf.


Ég. Elska. Rommý. Ah, að finna það bráðna á tungunni og svo tekur fyllingin völdin. Algjör sæla. Minnir mig á langömmu mína sem átti alltaf til nóg af kóki í gleri og fullan skáp af Rommý.


Ég er búin að borða mjög ótæpilega af þessum sleikjóum yfir ævina. Kannski sælgæti almennt ef út í það er farið. Mér finnst þessir dökkbrúnu að vísu ekki góðir. Ég ét þá samt sko. Svipað og með Makkintoss, á endanum ét ég vondu molana. Svona þegar ég rekst á dunkinn inni í geymslu í mars eða apríl - fullan af appelsínugulum og rauðum molum. Sem eru jú ógeð en samt hugsa ég ,,neeehh, ég fer nú ekki að henda þessu."

Treð þeim svo í andlitið á mér án þess að blygðast mín. 

Hvað er uppáhalds nammið ykkar? 

Do tell.

Heyrumst.

20 comments:

  1. saltkaramella.. farðu í kost og kauptu haagen dazs ísinn með saltkaramellu, ég renn í sætinu við tilhugsunina

    ReplyDelete
    Replies
    1. anonymous??.. kann ekki að koma undir nafni!! annars kveðja inga fanney
      haha

      Delete
  2. Milka Oreo = best í heimi! Hver biti er uuuunaður!

    ReplyDelete
  3. Milka karmellur með heslihnetufyllingu! To die for

    ReplyDelete
  4. Galaxy Caramel chocolate - Himnasæla með karamellubragði :)

    ReplyDelete
  5. ég gleymdi ad segja þér kannski .. að þegar ég var ad tala um sportlunch minnti mig á þig ... þá var þad stórt sport lunch ekki lítið.. just to be clear!

    ReplyDelete
  6. Ég táraðist úr hamingju og hugsaði mikið um hvað ég hefði gert til að verðskulda þetta þegar ég smakkaði Milka Oreo fyrst!

    ReplyDelete
  7. Bingokulur alla leið. Og helst troða svona 3 og jafnvel 4 upp i mig i einu.

    Kv. Inga

    ReplyDelete
  8. Rommý er æði! Og Toffifee hefur verið fave síðan ég var krakki, elska það enn - þoli ekki hnetur, en ég borða í kringum þær og svo er hægt að skila þeim í hólfin í öskjunni 🙈
    KitKat og Toffeecrisp...mmm

    xo H

    ReplyDelete
  9. Þristakúlurnar eru æði!! og svo sammála með bæði þessi Milka þarna uppi, algjör unaður!

    ReplyDelete
  10. Milka oreo jeeeeminn!! Þetta súkkulaði er aðal uppistaðan í fæðu minni… eflaust obbosslega gott næringarlega séð. En annars hugsa ég alltaf með þetta blessaða makkintosh hvað það væri nice að vera með skiptimarkað á þessu. Og sleikjóunum líka ef út í það er farið, finnst brúnu einmitt bestir svo skal með glöðu geði hirða þína og láta hina litina í staðinn ;o)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ps væri einmitt bara til í dúnk með rauðum og appelsínugulum molum. mmmm

      Delete
  11. Að borða milka oreo og milka caramel saman ... oh dear lord. Það er næstum jafn gott og besta blanda í heimi: dracula brjóstsykur og undanrenna.

    ReplyDelete
  12. Uppáhaldið mitt þessa dagana er pekanhnetu og karamellu ís, svo blanda ég saman við muldu Milka oreo súkkulaði, dreifi svo fleiri pekanhnetu bitum ofan á og toppa þetta með heitri karamellu sósu. Bezt í heimi!

    ReplyDelete
  13. Ef þú hefur ekki smakkað Marabou Black súkkulaðið, það er með saltlakkris, þá ertu að missa af miklu!!! MIKLU segi ég!! :)

    ReplyDelete
  14. Milka oreo er það besta sem hefur komið fyrir Ísland í langan tíma!

    ReplyDelete
  15. Kinder súkkulaði (eins og Kinder egg en er stöng) er rosa gott að láta bráðna í munni,
    Milka er gott yfir höfuð, get gert úlen, dúllen doff og verð ekki fyrir vonbrigðum.
    Allt með hnetusmjöri!
    Froskar og koki i gleri með lakkrísröri.

    Bingokulur er partur af daglegu meðlæti

    Kv
    Thelma

    ReplyDelete
  16. Milka Oreo er heaven en Milka Toffee Whole Nuts er sjúkt! Það fæst reyndar bara í Fríhöfninni en ég mæli með því að þú látir kaupa svoleiðis fyrir þig!

    Ritter Sport Strawberry Yogurt er líka to die for!

    Reese's Nutrageous er líka klikkað gott svona rétt eins og Reese's Peanut Butter Cups!

    ReplyDelete