Apr 25, 2014

Fimm menn á föstudegi.

Þetta er svo erfiður árstími. Lok apríl fram í miðjan maí. Lífið stendur í stað. Hárin undir höndunum vaxa óáreitt. Það er pepperonilykt af puttunum á manni og bingókúluslefa í munnvikinu. Hugmyndin um að skríða upp í rúm og reyna að kæfa sig með koddanum sínum verður virkilega freistandi. 

Annað slagið eiga sér þó stað lærdómshlé. Hvað geri ég þá? Þvæ þvott? Þríf mig?

Nei.

Ég nenni því ekki. Ég kýs fremur að reyna að viðhalda lífsviljanum. Það geri ég með því að minna mig á það fallega sem veröldin hefur að geyma. Ég er ekki að fara að tala um sólarlagið, sumarnætur, ungabörn eða blómin sem ég keypti í Bónus í dag. Nei. Karlmenn. Ah, fallega karlmenn. 


Gabriel Macht. Almáttugur. Ég sé hann auðvitað bara sem Harvey Specter í Suits. Mig langar að narta í eyrnasneplana á honum og strjúka á honum hárið. Hnýta bindishnútinn hans á morgnana og narta aðeins meira í eyrnasneplana á honum.


Clive Owen. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar kvikmyndin King Arthur kom í bíó. Ég kunni allavega ekki að keyra og grátbað pabba minn um að koma með mér í bíó undir því yfirskini að ég væri svo ægilega hrifin af ævintýramyndum. 

Meira kjaftæðið sem það var. Þessi bíóferð var einungis til þess að berja Clive augum.



Josh Brolin. Hann er eitthvað svo hæfilega subbulegur. Sexý subbulegur. Er það til? 


Javier Bardem. Ég myndi ekkert mótmæla því harðlega ef einhver skipaði mér að nugga nefinu í þessa skeggrót. Nafnið hans líka - fer svo vel á vörum. Úff, það eitt og sér skilur mann reyndar eftir með logandi lendar.



Gabriel Byrne. Munið þið þegar hann lék sjálfan Djöfulinn í End of Days? Ég var svona 13 ára minnir mig. Ég elskaði hann svo undurheitt og blítt. Þangað til mamma hóf að skamma mig fyrir að vera sífellt að prenta út myndir af honum.

Hann er nota bene fæddur árið 1950. Pabbi minn er fæddur árið 1962. Mig skal ekki undra þó þessar útprentanir hafi stuðað móður mína.

Ég svo sem hef áður verið krossfest fyrir smekk minn á karlmönnum - sjá til dæmis hér og hér.

Jæja. Aftur í bækurnar.

Heyrumst.

4 comments:

  1. Gleðilegur föstudagur indeed!
    Sammála úrvalinu (mínus Josh Brolin, en það er bara vegna wifebeater sitz hans við Diane Lane. Getiggi.) Gabriel Byrne líka í Little Women ("your heart speaks to my heart" með þýskum hreim!)
    Clive Owen í Closer, oh lord. Svo mætti bæta við Colin Firth og Daniel Day Lewis.
    En ertu að gleyma Alan Rickman?! Severus Snape & THE Col.Brandon? Jesús, langaði að lemja Kate Winslet fyrir að hugsa um Wickham alltof lengi. Þá var ég 11 ára.

    Við DK sendum þér daglega lærdómsstrauma, vona þeir virki.
    xx H

    ReplyDelete
  2. Oh mæ... Clive Owen. Ég er við það að andast þegar ég lít þennan mann augum- og þá erum við að tala um á filmu. Ef ég sæi hann í "real live" væri nokkuð ljóst ég myndi a. algjörlega tapa kúlinu b. deyja. Hugsanlega bæði.

    ReplyDelete