Þetta var hörmulegur atburður. Aðeins eitt glas eftir í flöskunni. Ég búin að hlakka til allan daginn að svolgra því í mig. Eiga ljúfa stund. Leyfa víninu að liggja á tungunni. Velta því um munnholið.
Ég náði ekki einum sopa. Rökræddi samt nokkuð lengi við sjálfa mig um að sækja rör. Sjúga þetta upp. Þegar ég loks komst að niðurstöðu þá átti ég ekki til rör. Helvítis.
Þetta er frekar algeng sjón. Popp í naflanum á mér. Já, ég horfi stundum ber að ofan á sjónvarpið. Þá fer poppkornið víða.
Jólaljós. Sem eru búin að vera í glugganum núna í að verða þrjár vikur. Svo verða þau sennilega ekki tekin niður fyrr en í febrúar. Í fyrsta lagi. Þannig að mínir gluggar skarta eiginlega jólaljósum bróðurpartinn úr árinu.
Ah, smekklega klædd og vel greidd. Að syngja fyrir Nóa minn Síríus. Þessa elsku.
Hin elskan mín.
Ég fæ allskonar símtöl. Stundum frá mömmu og pabba. Stundum frá Geir Ólafs.
Þessi bölvaða tertudrusla. Er hún ekkert að vera uppseld í búðum?
Þetta er að eiga sér stað í augnablikinu. Ég keyrði alla leið í einhverja afvikna Vínbúð í Vesturbænum til þess að komast hjá biðröðum og múgæsingi. Eins er ég að forðast Vínbúðina í Kópavogi þessa dagana. Sem ég versla yfirleitt í. Lenti í örlítið pínlegum misskilningi þar fyrir stuttu.
Afgreiðslukona: Takk fyrir að gera viðskiptin okkar betri.
Ég: ..uuhh, HA?
Afgreiðslukona: Takk fyrir að gera viðskiptin okkar betri.
Ég: Fyrirgefðu, hvað ertu eiginlega að segja við mig?
Afgreiðslukona: Takk fyrir að gera viðskiptin okkar betri.
Ég: HA? ERTU AÐ GEFA Í SKYN AÐ ÉG SÉ ALLTAF HÉRNA?
Afgreiðslukona: Ha? Nei. Neiii. Ég sagði bara...
Ég: (búin að setja upp tíkarlegasta svipinn minn) Ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara! Hvað ertu eiginlega að reyna að segja mér?
Afgreiðslukona: Nei ég sagði sko, TAKK FYRIR AÐ GERA FLESTA DAGA BETRI. Ég meinti bara að ég hef lesið bloggið þitt, þú veist sko þarna já - sem þú skrifar.
Ég: Ó. Einmitt já. Jájá. Kærar þakkir. Takk. Sorrý. Ég kannski fæ poka líka.
Ykkur er velkomið að fylgja mér á Instagram - @gveiga85.
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment