Dec 24, 2014

Jólahjól.


Síðustu dagar hafa farið i að undirbúa jólin. Á hraða ljóssins.


Einbeitt við innpökkun. Og vel hlébarðamynstruð. En ekki hvað. 




Ég næli mér alltaf í fáeina fiskikassa fyrir innpökkun. Það er jú með öllu óþolandi að pakka inn einhverju sem ekki er kassalaga. Bræður mínir fá til dæmis ávallt brækur í fiskikassa. Mjög lekker. 


Faðir minn, skötumeistarinn mikli. 


Skötu- og pylsuveisla í bígerð. 




Ég bauð upp á Ris a la mande í hádeginu í dag. Með glimmeri. Að sjálfsögðu.


Mágur og afkvæmi stauta sig fram úr samsetningu á fáránlega flókinni Legoþyrlu. 


Þetta er svo staðan í augnablikinu. Ullarteppi og sjóðandi kaffibolli. Rjúpnalyktin er að skríða út úr eldhúsinu. Konfektið í seilingarfjarlægð. Afkvæmið með ómyndaða galdrasýningu hérna á stofugólfinu. Allt eins og það á að vera.

Ég sendi ykkur hugheilar jólakveðjur héðan úr sófanum elskulegu lesendur. 

Njótið til hins ítrasta.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment