Þessi jól hafa verið með ljúfasta móti. Róleg og notaleg í senn. Svefnmynstur mitt er orðið eins og hjá hvítvoðungi. Neyslumynstrið líka. Tveir daglúrar. Í það minnsta. Og ef ég er ekki lúrandi þá ligg ég einhversstaðar með galopið ginið og bíð þess að einhver fylli það kræsingum.
Kósíheit par exelans.
Þessi fékk óþarflega mikið af fjarstýrðum tryllitækjum. Þar á meðal þyrlu sem hann flaug inn í hárið á mér í gærkvöldi. Með tilheyrandi öskrum og geðsýki. Það fór þó betur en á horfðist. Fáeinar hárlufsur féllu í valinn. Höfuðleðrið er blessunarlega enn á sínum stað.
Undirrituð með rjómaskál í hönd. Algeng sjón á þessum árstíma.
Hið háglansandi jóladress. Keypt í Vila í haust.
Hefð sem ég elska. Og hata að elska.
Eftir miðnætti á aðfangadag er alltaf vel mæjónesaður kaffitími. Af því allir eru svo rosalega svangir. Eða ekki.
Heimalagaða kakóið hans pabba er grundvallaratriði í þessum kaffitíma.
Pabbi jóðlaði öllum út á göngu á jóladag. Ég notaði aðdráttarlinsu í þessa myndatöku. Ég var stödd mjög neðarlega í brekkunni. Að gefa upp andann. Eins og nírætt gamalmenni með gangráð og göngugrind.
Jæja. Ég er að hugsa um einn lúr eða svo. Búa til pláss fyrir kvöldmatinn.
Heyrumst fljótlega.
No comments:
Post a Comment