Dec 22, 2014

Bits & bobs.


Jæja. Þá er þessari vertíð lokið. Svo gott sem. Allar bókakynningar eru að baki. Ég ætla aldrei að handleika poppkorn aftur. Bara aldrei. Rúmlega 8000 skammtar af poppi í allskonar útgáfum. Ég legg ekki meira á ykkur. Eða mig. Almáttugur minn. 

Þarna er ég á Akureyrarflugvelli að óska þess að til væru tvö eintök af mér. Ég átti flug eldsnemma á síðasta laugardagsmorgun. Svaf að sjálfsögðu yfir mig. Keyrði Yaris inn í snjóskafl og festi hann þar. Mér lá svo á að ég hrifsaði bara töskuna mína og hljóp inn á flugvöll. Hvar bíllinn minn er núna, nei ég veit það ekki. Kemur í ljós. 


Jú, þið sjáið rétt. Hérna skarta ég atriði númer eitt á óskalistanum mínum. Já, ég rellaði. Rellaði þangað til ég var orðin blá í framan. Niðurstaðan var útskriftargjöf. Tekin út fyrirfram. Eins og allar mínar gjafir. Ég er ekki búin að ná misserinu þó. 

Seinni tíma vandamál. 


Ég er að horfa á Hell´s Kitchen þessa dagana. Slefandi. Bráðnandi. Hugsandi. Já, mjög dónalegar hugsanir.  Sjá hann Ramsay minn. Stórgert andlitið. Hrukkurnar. Úfna hárið. Úff, ég þarf stundum að slá mig utan undir. Mmm. Lendar mínar loga. Jájá. 


Alein á kaffihúsi á Akureyri. Að gæða mér á Irish Coffee. Eðlilega.


Stórfínn kjóll úr Gyllta kettinum. 3000 krónur. Við látum það vera.


Ég fór á tónleika með Bubba í gærkvöldi. Ég ætla ekki að skrifa neitt óviðeigandi hérna. Ekki neitt. Vesalings fólkinu við hliðina á mér hefur þó sennilega langað að löðrunga mig. Og það fast. Ekki veitti af sko. Ó, Bubbi. Bubbi minn, elsku Bubbi. 


Ég var svona hress í gærkvöldi.


Aðeins minna hress í morgun. Í kolvitlausu veðri að keyra austur frá Akureyri. Þetta er uppáhalds sjónarhornið mitt. Eina sjónarhornið þar sem ég virðist vera með brjóst.

Jæja. Ég þarf víst að fara að undirbúa þessi jól. Var búin að hlakka afskaplega til að snöflast aðeins með afkvæminu. Ég lýsti fyrir honum áðan öllu sem við ættum eftir að gera. Skreyta piparkökur, búa til piparkökuhús, baka og skreyta. 

,,Þú skalt bara. Ég ætla að kveikja á mynd og slaka á."

Áfram gakk.

Heyrumst.

2 comments:

  1. ó mæ god hvað ég er öfundsjúk með kjólinn.. er búin að slefa yfir honum í 2 mánuði! Gleðileg jól og takk fyrir að gefa mér allan þennan hlátur á árinu. Kv. Vigdís

    ReplyDelete
  2. Skellti upp úr enn sem áður, takk fyrir að vera þú og njóttu þess bara að kúra með afkvæminu. Piparkökuhús eru ofmetin, hver vill borða rykfallið hveiti ? kv María Krista

    ReplyDelete