Jan 20, 2015

105.


Jæja. Þá hef ég flutt heimkynni mín í 105 Reykjavík. Þetta er nota bene útsýnið út um eldhúsgluggann. Ég sé inn um fullt af gluggum og Hallgrímskirkju. Horfi samt bara á kirkjuna. Sver það.



Ég hef að sjálfsögðu nostrað við uppstillingar á mínum uppáhalds hlutum. Ó, naglalökkin mín. Jú og kjólarnir. Hér er ennþá snætt með plasthnífapörum af því ég nenni ekki að opna leiðinlegu kassana. Ég er ferlega góð í að forgangsraða. 



Gulur sófi. Af því það væri hneisa ef ég ætti eitthvað öðruvísi sófa.


Ég bý við viðvarandi internetleysi í augnablikinu. Sem er að gera mig illa sturlaða. Að öðru leyti er ég lukkuleg. Ný heimkynni, ný vinna, nýir tímar. 

Meira fljótlega.

Heyrumst.

PS. ef þið saknið mín agalega þá má finna mig á Instagram - @gveiga85.

2 comments:

  1. Til lukku með nýja íbúð, nýja tíma og nýja vinnu. Spennandi!

    ReplyDelete