Mig dreymdi draum í nótt. Ég var að borða banana hjúpaðan með Bingókúlum. Í draumnum var að vísu ég talsvert meira lekker en á þessari mynd.
Ég vaknaði í morgun. Lét drauminn rætast. Eins og myndin gefur svo glögglega til kynna.
Í framkvæmdina notaði ég örlitla lögg af rjóma og einn poka af Bingó. Jú, þetta eru tveir pokar á myndinni. Skarplega athugað. Annar er til átu. Eða var. Hann er búinn.
Hendum þessu í pott.
Ah, besta lykt í heimi. Bráðnandi Bingókúlur. Svona fyrir utan lyktina af ungabörnum. Og beikoni.
Af því mig dreymdi banana, þá notaði ég einungis banana. Eftir þessa tilraun er ég þó sannfærð um að hér er um að ræða stórfenglega ídýfu. Næst á dagskrá eru jarðarber. Mangó. Jafnvel bláber. Ananas. Mmm.
Þetta var alveg svona gott. Ókei, aðeins betra meira að segja.
Þessi ídýfa er einnig dásamleg íssósa - eins og við höfum áður rætt.
Heyrumst.
Það er æði að setja svona bingókúlukrem á franska súkkulaðiköku ! Mæli með því í næstu draumum :)
ReplyDeleteUppskrift: 1 Góu karamellukúlupoki + 1 Bingókúlupoki + rjómi ! Þetta brætt saman í potti og láltið svo kólna aðeins svo það verði aðeins þykkara og meðfærilegra.
Þessu er svo helt yfir franska súkkulaðiköku (já eða bara hvað sem er!!) ...gott að hafa þeyttan rjóma á kantinum með kökunni.
TO DIE FOR !!!
Ég dó við þessa lesningu. Steindó!
DeleteKomið á to do listann!
ÚFF.. að taka selfie af sér að bíta í banana og pósta á netið... hugrökk! :)
ReplyDelete