Ah, já. Hinn margumræddi kjóll. Sem konan kríaði út úr foreldrum sínum. Í útskriftargjöf nota bene. Ef það réttlætir eitthvað. Ástin kviknaði í haust. Þegar kjólinn rak á fjörur mínar á einhverju internetbröltinu. Ég reyndi að hunsa hann. Eftir fremsta megni.
Þann 15.desember síðastliðinn var ekki aftur snúið. Ég fór í jólagjafaferð með systur minni. Á einhvern undarlegan hátt endaði sú ferð í Hafnarfirði. Í Andreu. Isabella datt í hendurnar á mér. Ég mátaði. Lífið tók nýjan lit.
Nei, ég sver það. Hafið varð blárra. Stjörnurnar bjartari. Grasið grænna. Allt í lagi, það var desember. Ekkert gras. Whatever. Þið skiljið sneiðina.
Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn. Ást sem bar mig ofurliði. Ég varð gjörsamlega friðlaus eftir að ég mátaði hann. Hjartað bara hætti ekki að hamast. Það reyndi ítrekað að sannfæra mig um að okkur Isabellu væri ætlað að vera saman. Að eilífu. Og ekki hunsar maður bölvað hjartað í sér. Nei.
Mynstrið, flæðið, fegurðin - ég féll. Kolféll.
Guðrún Veiga hjarta Isabella.
Að eilífu. Amen.
Heyrumst.
Gleymdir að setja að þú hafir fengið vöruna sem sýnishorn sem hefur samt ekki áhrif á álit þitt á vörunni... Just sayin'
ReplyDeleteTjah. Þessi vara var nú bara keypt. Ekki fengin. Þó um mína eigin peninga hafi ekki verið um að ræða. Eins og glögglega kemur fram.
DeleteEr það nú!!!!
DeleteRosalega fallegar myndir
ReplyDeleteó svo fallegur ! :)
ReplyDelete