Jan 13, 2015

Fyndnar uppákomur & falleg peysa.


Lífið er svo fullt af glettilega skemmtilegum uppákomum. Svona stundum. Fyrr í haust var ég á einhverju flandri um Ölstofuna. Eitt af örfáum skiptum sem ég hef flandrað þar um. Eh, já. Allavega, ég finn mig allt í einu í hrókasamræðum við ókunnuga konu. 

Ýmislegt kemur í ljós. Hún hefur lesið bloggið mitt í langan tíma. Hún er eigandi Volcano Design. Að lokum heimtar hún heimilisfang. Handviss um að hún lumi á peysu sem ég komi til með að elska. 

Þar sem við vorum báðar á sirka fjórða bjór - frekar en þeim fyrsta, þá velti ég þessu ekkert mikið meira fyrir mér. En viti menn, tæplega tveir dagar liðu - ég átti pakka á pósthúsinu. Ah, óvæntir pakkar. Betra en beikon. 



Stöngin inn. Fullt hús stiga. Mynstrið, blómin, litirnir - ég elska hana. Þessi peysa er ó svo mikið ég. Ef svo má að orði komast.




Ekki skemmir fyrir að þetta er alveg einstaklega vönduð flík. Ég er búin að eiga hana í að verða þrjá mánuði. Skarta henni að minnsta kosti tvisvar í viku. Þvæ hana út í það óendanlega - aðallega af því ég svitna meira en Annie Mist á erfiðum degi. Samt er ég aldrei að gera neitt erfitt. Skrýtið. 

Einmitt já. Gæðaflík sem sagt. Sem er enn eins og glæný úr kassanum. Eða pakkanum. 


Ég varð að fá mynd hjá skiltinu. Til þess að sýna að ég hefði lagt á mig myndatöku í tíu stiga frosti. Þarna er ég að girða mig fyrir þá mynd.


Og klára verkið já. Upp með buxurnar. Yfir ástarhöldin.


-10°, takk. Helvítis álag sem fylgir þessum fyrirsætustörfum alltaf stöðugt.

Það er að ég held útsala hjá Volcano núna. Alveg þess virði að kynna sér það nánar.

Heyrumst.

6 comments:

  1. Dásemdar peysa, splæsti einmitt í eina svona fyrir jólin og buxurnar í stíl. Eiginmaðurinn hafði reyndar á orði að ég minnti hann á gömlu gardínurnar hjá ömmu hans svona komin í alla múnderinguna. Shitt hvað ég held að stofan hjá ömmu hans hafi verið vel stíliseruð…..

    ReplyDelete
    Replies
    1. Oh, ég verð að eignast buxurnar. Þú verður að setja inn mynd af múderingunni ;-)

      Jú og ég hef heyrt að ég minni á gamlan eldhúskappa. Það hljóta þá að vera fjári smekklegir kappar það!

      Delete
  2. Haha það er greinilega ýmislegt á sig lagt - flott peysa :) og ég get alveg tekið undir að Katla og frú eru mjög hressar á 4 bjór - Huginshátíðin hér um árið fór í spjall við þær ;)
    hilsen frá Seyðis,
    H

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahaha - jájá, maður svífst einskis í fallegu sólarlagi Halla mín :-)

      Delete
  3. Man eftir þessu dásemdar kvöldi, held það hafi verið 3 1/2 bjór og p.s. við systur erum að fíla þig í botn, ekki skemmir þetta svaðalega look á þér í peysunni góðu, kv Mary

    ReplyDelete
  4. Ég elska að þú setur inn myndir af þér að girða þig. Þú ert svo eðlileg og það er svo hressandi að lesa bloggið þitt, ekkert of glansandi og stíliserað (eins og t.d. Trendnet bloggin). Þú bara virkar sem svo eðlileg manneskja sem tekur sig ekkert of alvarlega og ert ekki of upptekin af því að sýnast eiga fullkomið líf. Love it.

    J.

    ReplyDelete