Jan 12, 2015

Globes.

Það er ekki vinsælt að horfa með mér á hvers kyns verðlaunahátíðir. Ég er hrikalega dómhörð og gjamma út í eitt. Á meðan ég treð í mig Bögglesi og þamba Pepsi. 

Ég varð fyrir vonbrigðum með rauða dregilinn þetta árið. Lítið um áhættur og skemmtilegheit. Að mér fannst. Enginn sem skaraði neitt sérstaklega fram úr. Nei, ekki einu sinni Jennifer Lopez. Ég gat sætt mig við eftirfarandi aðila: 


Dakota Johnson. Það væri vel hægt að selja mér þennan kjól. Eða það mætti reyna það. Flíkur frá Chanel eru víst ekki á mínu færi. Ennþá. Nú nema hægt væri að taka þær á Netgíró. Þá værum við að dansa.


Voðalega glæsileg hún Amal. Mætti samt alveg fá sér eina pylsu með öllu. Og aukarönd af remúlaði. Kannski ís í eftirrétt. 


Anna Kendrick fannst mér ágæt. Svona allt í lagi. Ég er hrifin af frekar fyrirferðarmiklum kjólum. Þessi er samt ekkert sérstaklega skemmtilegur á litinn. 


Ah, Emma Stone. Rautt hár og samfestingur. Sigraði hjarta mitt á núll einni.


Julianne Moore. Jább, ég færi í þennan. Dýrðlegur.


Jájá. Hún er að verða fimmtug. Algjör gyðja og allt það. Minnti mig samt dálítið á ofvaxið fiðrildi í þessum kjól. Að minnsta kosti frá sumum sjónarhornum. Látum þar við sitja.


Ó, Amy. Má ég kyssa þig? Borða þig? Eiga þig?


Vel valið hjá Naomi. Beltið mætti að vísu fjúka. Og þessi ormur þarna á hálsinum á henni.


Lorde. Já. Jájá. Hún náði mér. Sniðið á buxunum samt - ég læt það liggja á milli hluta.


Ég er skotin í henni Katie með svona sítt hát. Stórglæsileg.


Dásamlegur. Alveg dásamlegur. Örlítill vintage-blær yfir honum. Ást við fyrstu sýn.


Það var ekki margt fleira sem heillaði mig í gærkvöldi. Eftirfarandi aðilar heilluðu mig alveg alls ekki:


Fjólublár farði. Fjólubláir eyrnalokkar. Fjólublár kjóll. Ég segi nei Lupita. Nei. 


Hún Lena er rosalega fyndin. Rosalega klár. En þessi kjóll er rosalega ljótur. 


Hún er ófrísk. Og þar af leiðandi er henni fyrirgefið.


Þessi litur. Það blæðir úr augunum á mér.


Svipað hér. Ég er með bráðarofnæmi fyrir öllum blæbrigðum af baby-blue eða hvað sem þessi litur kallast. 


Þessi minnir eilítið á þorrablótskjólatískuna í kringum árið 2003.


Kjólinn hennar Kerry er ég ennþá að melta. Ég veit ekki. Hreinlega veit ekki.

Þá hef ég lokið mér af við að dæma fólk sem ég þekki ekki neitt. Og almennt öfunda af öllum lífs- og sálarkröftum. Takk fyrir, takk.

Hvað fannst ykkur?

Heyrumst.

10 comments:

  1. Oh, ég elska Emmu Stone. Gullfalleg og þar að auki eru samfestingar hin fullkomna flík, svona fyrir utan það hvað það er mikið vesen að fara að pissa í þeim. Tvímælalaust sigurvegari kvöldsins!
    Ég hef líka lúmskt gaman að kjólnum hennar Kerry Washington.

    En það er leiðinlegt að sjá Lupitu í svona ljótum kjól eftir að hún varð almáttug drottning rauða dregilsins í fyrra. Vonbrigði vægast sagt. Annar ljótur kjólll var kjóllinn hennar Lana Del Rey: http://cdn02.cdn.justjared.com/wp-content/uploads/2015/01/rey-globes/lana-del-rey-golden-globes-2015-05.jpg
    Hún lítur út eins og ódýr hafmeyjubarbie sem þú gæti keypt á næstu bensínstöð.

    Það sem mér finnst hins vegar vanta á "best klædda" listann er hin yndislega Conchita wurst: http://uk.eonline.com/eol_images/Entire_Site/2015011/rs_634x1024-150111160430-634.Conchita-Wurst-Golden-Globes.jl.011115.jpg
    Líklegast samt bara því ég elska hana. Get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi flauels og satíns.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Fokking pissuvesenið, já. Það er með öllu óþolandi! Ég held ég sé sammála þér með Kerry. Og eiginlega allt hitt, fannst fröken Wurst glæsileg - steingleymdi henni bara!

      Og Lana - don´t even go there!

      Delete
  2. Ég get gúdderað alla kjólana/fötin sem ég sá... NEMA þennan!!! ætlar enginn að tala um hvað þetta er hræðilegur kjóll??? þá sko bara kjóllinn...pían er nýbúin að eiga og mega sæt! :)

    http://www.mirror.co.uk/3am/celebrity-news/golden-globes-awards-2015-rosamund-4961892

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahaha. Já þessi er hrikalegur! NÝBÚIN AÐ EIGA? Almáttugur minn. Ég er ennþá með babyfat. Sjö árum síðar.

      Delete
  3. Vá hvað ég er sammála þér með Amanda Peet! Þetta er eins og gömul gardína!

    Annar ljótur: http://i4.mirror.co.uk/incoming/article4961933.ece/alternates/s1227b/72nd-Annual-Golden-Globes-2015-Zosia-Mamet.jpg

    Ríkasta og frægasta fólkið, ljótustu fötin! Does not make any sense!

    ReplyDelete
  4. Sara með litlu essi.January 12, 2015 at 5:14 PM

    Ég var voða ánægð með það hvað það voru einmitt margir flottir þarna... Ég er sammála þér með j. Ló og Katie holmes en mér fannst hanskarnir sem amal vera með eyðileggja útlitið og fannst lúpína mjög flott! P.s auto spell er að fokka mér upp og ég nenni ekki að laga það..

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Sara með litlu essi.

      Við erum venjulega ósammála þannig að það kemur mér ekkert á óvart þó þér hafi fundist margir flottir. Og Lupita einmitt líka. Já.

      Bless.

      Delete
  5. Oh Julianne er æði! Dakota Johnson í Chanel er alveg fin í metallic, en er ekki A-lister, svo fær aldrei sömu stig. Emma Stone og Lanvin er match made in heaven en fannst hún samt smá underdressed miðað við að vera tilnefnd. Hitt girlkrössið mitt hún elskulega Felicity Jones var ekki á versta listanum en heldur ekki þeim besta, vonbrigði!
    Lupita goddess var flott í fjólubláu og hennar kjóll er flottur - sérstaklega í hreyfingu/á skjánum, betra en á mynd.
    Sammála með Lenu Dunham, hún var betri í tjull rjómakjólnum í fyrra - en lord have mercy, 2001 hringdi og vildi fá boheme úr glansandi gardínuefni vibba kjólinn sinn aftur fröken Kristen Wiig! It's UGLY. Og þótt J-Lo sé að drekka elíksír sem enginn veit hvar fæst og er sú allra glæsilegasta, þá er þessi kjóll eins og fiðrildi hafi eignast barn með Batman og dýft því í glimmer. Too much.
    Kerry okkar er sætust í heimi og tók amk áhættu, áhugasamur kjóll - Naomi Watts á flottasta litinn, en beltið má fara og þarf að róa sig í hlýralausum beinum aðsniðnum kjólum (meiri metallic Tom Ford Oscar '14 takk.) Ruth Wilson vann og er æði í the Affair og Luther, en grænn óboðalitur og 70's Prada eða hvað þetta var = nei takk.
    Amy P er fullkomin en seinni kjóll hennar var ekki flottur og þá tók Tina við og var í lady tuxedo sem var killer. GG verður ekki það sama að ári, þegar þetta var síðasta skipti þeirra. Sad times.
    Katie Holmes er með langan búk greyið og kann ekki að klæða það af sér, og þetta sléttaða síða gervihár í tagli - so 2007, nein danke.
    Anna Kendrick er víst fyndin og er lítil og fögur, en þarf að hætta í þessum Elie Saab/Vera Wang/Monique Lhullier tjull prinsessu helvítum sem hún er alltaf í - it ain't pretty.

    Best: Julianne Moore í Givenchy
    Runner-up: Lupita/Emma Stone
    Besta parið: Diane Kruger í gráum dásemdarkjól og Joshua Jackson (Pacey4ever)
    Verst: Gwyneth Paltrow (var hún að reyna minna alla á bleika Ralph Lauren prinsessu mómentið þegar hún vann óskar 1999? Go home!) og líka of mikið spray tan. Og hún sem hefur AÐGANG að bestu kjólunum..

    Næst: óskarstilnefningar og svo er aðalshowið!
    xx H

    ReplyDelete