Mar 28, 2015

Það sem ég lærði af Gilmore Girls

Byrjum á byrjuninni. Ég horfði aldrei á þessa þætti. Ekki þannig séð. Sá þá stundum með öðru auganu. Aðallega af því að systir mín var forfallin aðdáandi. Og er enn. Já, við höfum misgóðan smekk. 


En Gilmore-mæðgurnar kenndu mér eitt. Eitt fjári gott trix. Að skera lauk með teskeið í munninum. Það koma engin tár. Ekki eitt einasta. Gæti skorið fimmtán tunnur af lauk án þess að blikna. 

Svínvirkar. Sver það. Ég get varla verið inni í híbýlum þar sem er verið að bauka með lauk - án þess að ég líti út eins og daginn sem David Beckham gekk í hjónaband. Útgrenjuð. 


Afar einbeitt við laukskurðinn. Þarna má einmitt sjá skallablettinn minn góða. Til hægri. Þar vex ekki hár. Og hefur ekki vaxið í góð 15 ár. Síðan einhver sérlegur hárgreiðslumeistari sveið af mér allt hárið. Ekki góður dagur. 


Nú ef við horfum framhjá skallanum á mér. Og lítum á ofninn á bak við mig. Hægra megin. Þá má sjá mitt fallega handbragð þar. Tæting úr hagkaupspoka og gúmmíteygju. Sem sett var saman til þess að hægt væri að loka glugganum. Af því hann er brotinn. Jú, ég er bæði handlagin og lekker. 


Manni svíður ekki einu sinni í augun. Algjörir töfrar.


Búin að skera. Engin tár. Þarna er ég að útskýra málið fyrir afkvæminu. Sem var fullur efasemda. Það svíður hinsvegar dálítið í augun að horfa á ennið á mér. Logsvíður. Einu sinni voru hrukkurnar bara þrjár. Þær eru að minnsta kosti fimm á þessari mynd. Fimm. Og 24 dagar í fertugsaldurinn. 24. Bara 24. 


Hann hafði engan áhuga á sögunni af lauknum. Eða hvernig ég hafði lært þetta trix í æsku. Nei, frekar fótóbombaði hann. Og lagðist svo með hausinn í laukinn. Og grenjaði svo megnið af gærkvöldinu af því hann fann svo mikla lauklykt af sér. 

Jæja, ég ætla að koma mér undan sænginni. Fljótlega.

Heyrumst.


No comments:

Post a Comment