Ó, hvað höfum við hér?
Jú, hér höfum við Speedy Nail Paint línuna frá stórvini mínum Barry M. Sem ég hef dásamað ó svo oft síðasta árið eða svo. Bestu lökk í heimi. Ég segi það enn og aftur. Og aftur. Og ætla aldrei að hætta því.
Þessi lína er svo sprúðlandi skemmtileg. Og falleg. Og hentug. Lakkið þornar nánast á núll einni.
Það þarf tvær umferðir af lakki en það kemur ekki að sök. Engin þörf á pásu á milli umferða og jafnvel þykkt lag þornar hratt og örugglega. Já, ég er búin að standa í mikilli tilraunastarfsemi síðan fyrir helgi. Sambýlismanninum til ánægju og yndisauka. Eða ekki.
,,Ertu í alvöru að naglalakka þig í sjöunda skiptið í dag?"
,,Nei. Þegiðu."
Djók. Auðvitað segi ég ekki þegiðu við hann. Sussa bara blíðlega á hann. Færi honum svo bjór. Og nudda hann.
Snúum okkur að máli málanna. Afslættinum. Í samstarfi við vinkonu mína - hana Sigríði Elfu, eiganda Fotia.is, ætla ég að bjóða ykkur 20% afslátt af öllum naglalökkum sem þið mögulega getið fundið í vefversluninni.
Þegar þið hafið lokið við verslunarferð ykkar á síðunni brúkið þið einfaldlega afsláttarkóðann BARRYM áður en borgað er.
Have a discount code? Click here to enter it - þið sjáið þennan texta hægra megin á síðunni. Klikka á hann. Stimpla inn kóða. Voilá - 20% afsláttur.
Burstinn í lökkunum, ó boj. Má ég segja að hann veiti jafnvel vott af fullnægingu?
Ekki?
Stór og breiður. Mmm. Nær að þekja neglurnar með einni stroku. Ah.
Þetta er minn uppáhalds. Í augnablikinu.
Ég íhugaði að fótósjoppa á mér puttana. Ég er nefnilega með einhverskonar geðsjúkdóm. Mjög krónískan. Ég kroppa í húðina í kringum neglurnar á mér. Þangað til það fer að blæða. Og ég fer að grenja. Svona næstum.
Ég geri þetta bara þegar ég er stressuð. Eða spennt. Eða æst. Eða þegar ég hef ekkert að gera. Ég er sem sagt síkroppandi. Hrikalegt ástand.
Já. Þetta voru fjórar myndir af nöglunum á mér í röð. Verði ykkur að góðu.
Áfram gakk. Inn á Fotia. Splæsa í eitt lakk. Eða tvö. Kannski fimm. Jafnvel sex.
Lakkedílakk.
Heyrumst.
Hvað heitir liturinn á einu nöglinni sem er ekki bleik á þeirri mynd? :)
ReplyDeleteHann heitir Pit Stop ;)
DeleteHvað verður þetta tilboð lengi kella?
ReplyDeleteÚt sunnudaginn :)
Delete