Ó, boj. Þessa dúndrandi dýrð verðið þið að smakka. Fæst alltaf í Hagkaupum um helgar. Að ég held. Ég hef að minnsta kosti ekki orðið vör við þetta á öðrum dögum. Svona þegar ég bruna í Skeifuna. Með von í hjarta. Og nachosglampa í augunum. Almáttugur, ég gæti lifað á þessu.
Og svörtum Doritos. Og rauðvínslögg.
Ég var í einhverjum hollustugír þegar var að væflast í Bónus um daginn. Hefur sennilega verið á mánudegi. Ég er svo krónískur mánudagsmegrari.
Allavega. Ég greip þessa flösku með mér. Tók einn sjúss þegar ég vaknaði morguninn eftir. Hólímólí. Ég var með buxunar á hælunum fram að kvöldmat. Flutti búferlum á baðherbergið. Þetta var svona líka skratti vatnslosandi.
Eftir klósettferð númer 72 íhugaði ég að fara veik heim úr vinnu. Til þess að geta setið óáreitt við þvaglát.
Ég hef ekki þorað að dreypa á þessu síðan. Það ætti eiginlega að fylgja þvagleggur með hverri flösku.
Ég ætlaði út að hlaupa í dag. Ég lagði af stað. Kom við í Yoyo ísbúðinni. Sem er hinum megin við götuna. Þar með endaði hlaupið. Rölti með ísinn minn í blíðunni. Datt inn í Gyllta köttinn. Þið kunnið endann á þessari sögu.
Kjólar. Ég keypti kjóla.
3000 krónur kjóllinn. Og svo var 20% afsláttur af öllu. Ég var ekki lengi að rífa fram seðlabúntið.
Kreditkort, seðlabúnt - poteitó, potató.
Það er svo skemmtilegt hvað fólk er fljótt að læra að þekkja mig. Allt í lagi, ég er ekkert sérstaklega flókin manneskja. Whatever. Þetta leyndist í poka sem ástkær vinnufélagi minn gaukaði að mér á afmælisdaginn.
Ég rifnaði örlítið úr spenningi. GEIMNEGLUR!
Jú, ég átta mig á að þið hristið sennilega hausinn núna. Þetta naglalakksblæti er bara með öllu ólæknandi. Sver það. Að naglalakka sig er bara svo róandi athöfn. Svo gefandi. Notalegt. Látum alveg eiga sig hvað vel lakkaðar neglur gera mér. Nánast æsa mig kynferðislega. Og ég set punktinn hér. Já.
Að lokum má ég til með að benda aurasálum, líkt og undirritaðri, að jarðarberin í Víði kosta 198 krónur núna. Enginn borgar mér fyrir að láta ykkur í té þessar upplýsingar. Nei. Kom bara auga á auglýsingu áðan og rauk til og nældi mér í fáein box. Sem ég veit ekkert hvað ég ætla að gera við.
Ég finn mig bara knúna til þess að versla allt sem er á afslætti. Af því að þá finnst mér ég vera að græða. Þó ég sé að versla óþarfa. Well played.
Heyrumst.
Það er rosalega gott að setja Engiferskot í hreint sódavatn :)
ReplyDeleteDone & done. Sjúúúklega gott ;-)
DeleteEin spurning - hvar nákvæmlega er þetta guacamole? Meika ekki að spyrja starfsmann um þetta. Gerði eina lélega tilraun um daginn til að leita. Var með nammipokann í hendinni og hafði ekki þolinmæði í of mikla leit. Er þetta sirka ávaxtamegin eða sirka snakkmegin? Eða annars staðar?
ReplyDeleteHahaha. Heyrðu, ég hef gripið þetta í ávaxta- og grænmetisdeildinni. Það er svona stálstandur einhver og dollurnar liggja í klökum ;)
DeleteF*** ég hefði betur lesið þennan póst aftur áður en ég lét mig hafa það að drekka heila flösku af þessum engiferdjús áðan.. Nú á ég eftir að sitja á wc-inu í viku! hahahaha
ReplyDeletekv.Vigdís