Ég elska barnið mitt rosalega mikið. Yfirleitt. Móðurástin
er þó ekki yfirþyrmandi þegar ég stíg yfir þröskuldinn á herberginu hans. Hann
gengur um eins og daufblint villisvín. Eða einhverskonar stórstjarna. Sem
leggur það í vana sinn að rústa hótelherbergjum. Og ég er vesalings
hótelstjórinn sem fær hland fyrir hjartað við aðkomuna að herberginu. Blóðtappa
í allar æðar. Vöðvalömun. Taugaáfall. Tár í augun.
Er hann illa upp alinn? Nah, ég ætla ekki að taka það á mig.
Umgengni hans annarsstaðar í húsinu er mannsæmandi. Er búið að venja hann á að
einhver annar hreinsi upp eftir hamfarirnar? Tjah, kannski. Það er möguleiki. Stór möguleiki.
Jæja. Hann er að minnsta kosti fyndinn. Góð umgengni kemur
manni ekkert í lífinu. Vona ég. Hans vegna.
Hvítt, hvítt, hvítt. Ég er brjáluð í hvítt naglalakk þessa
dagana. Alveg sturluð. Já, mamma – ég veit, þetta er eins og að vera með tippex
á nöglunum. Þetta er bara svo bjart og fallegt. Og passar við allt. Ekki það að
ég beri nokkuð skynbragð á hvað passar saman og hvað ekki. Allir litir passa
saman að mínu mati.
Ég nota að sjálfsögðu Barry vin minn M. Enda eina hvíta
lakkið sem þarf aðeins eina umferð af. Já, ég hef prófað þau mörg. Þetta er best. Háglansandi og
húrrandi fagurt. Fæst hérna.
Ég hef rætt þetta sælgæti við ykkur áður. Ég ætla að gera það aftur. Rauður lakkrís. Rauður himneskur lakkrís. Himnanir gráta í hvert sinn sem ég ramba á poka í MegaStore.
Lakkrísinn góði er nefnilega ekki alltaf fáanlegur. Sem er ansi hvimleitt. Aðallega af því að ég fer óþarflega oft sérstaka ferð í Smáralind til þess að næla mér í poka. Ókei, fáeina poka.
Hann er líka lekker stofustáss. Eða hann var það. Í klukkutíma. Sirka.
Ég er í dálítilli sjálfsskoðun þessa dagana. Vinna í komplexum og sjálfinu almennt – eins og ég skrifaði um í síðustu viku. Ég hef verið að forvitnast
aðeins undanfarið. Spá, spyrja og spekúlera. Hvað telur fólkið í kringum mig vera
minn helsta ókost?
Óþægileg spurning? Mögulega. En ég lofaði að taka hverju einasta svari af jafnaðargeði. Af stóískri ró. Sem jú einkennir mig. Alla daga. Alltaf.
Svörin voru nokkuð einróma. Tveir ókostir voru títtnefndir. Ég hef ekki snefil af þolinmæði. Bara
enga. Nada. Og ég skila aldrei neinu sem ég fæ lánað.
Þar sem ég vinn að bót og betrun ætlaði ég svo sannarlega að
rjúka til og skila öllu sem ég hef fengið lánað í gegnum tíðina. Sem er margt.
Og mikið. En þá átti ég skyndilega engan handþeytara. Né uppáhalds kjól. Eða
súpupott. Þannig að ég snarhætti við. Það getur heldur enginn verið fullkominn.
Þolinmæði. Nei. Hana get ég ekki tileinkað mér. Búin að
reyna í yfir 25 ár. Þaulreyndur andskoti. Verður ekki lagað.
Jæja, það er að hefjast kvöldkaffiboð á Gunnars. Verulega svæsin kókosbollubomba. Með Daim. Rjóma. Dumle-karamellusósu. Ég splæsi í uppskrift um helgina.
Heyrumst.
Twizzlers er líka góður rauður lakkrís (eða mér finnst það), svona ef þig langar að fá afsökun til að smakka nýtt nammi. Ég hef fengið hann í Kosti og svo meira að segja marga liti saman í pakka í Hagkaup þegar það eru amerískir dagar, væri örugglega ógeðslega flott stofustáss í nokkrar mínútur, svona: http://www.sincerelynuts.com/binary/products/fine-783.jpg
ReplyDeleteEndilega deildu uppskriftinni af þessari kókosbollubombu !! Innihaldslýsinging lét mig næstum slefa á lyklaborðið.
ReplyDeleteEr uppskrift af þessu ?
ReplyDeleteSækja um fljótlegt og þægilegt lán til að borga reikninga og til að hefja nýjan fjármögnun verkefnum þínum á ódýrustu vexti 2%. Hafðu samband við okkur í dag með: elijahloanfirm@outlook.com með lánsfjárhæð sem þarf vegna þess að lágmarkslánið okkar er 1,000.00 að einhverju vali lánsfjárhæð.
ReplyDeleteSækja um fljótlegt og þægilegt lán til að borga reikninga og til að hefja nýjan fjármögnun verkefnum þínum á ódýrustu vexti 2%. Hafðu samband við okkur í dag með: elijahloanfirm@outlook.com með lánsfjárhæð sem þarf vegna þess að lágmarkslánið okkar er 1,000.00 að einhverju vali lánsfjárhæð.
ReplyDelete📧: Séverine Christiana PICARO HOEVEL
ReplyDeleteE-mail: christianapicaro@gmail.com
Titre: VOTRE CRÉDIT : christianapicaro@gmail.com
Des postes: VOTRE CRÉDITNous offrons un programme de prêt qui répond à vos besoins financiers. Concernant la liquidité à court terme, nous nous efforçons de mettre les fonds à disposition dans les 24 heures suivant la demande. Pour plus d'informations, contactez-nous par email : (christianapicaro@gmail.com)