May 8, 2015

Fimm hlutir á fimmtu(föstu)degi



Almáttugur, ég gerði svo góð kaup í Tiger um daginn. Allt í lagi, kannski ekki góð kaup. En skemmtileg. Virkilega skemmtileg. Ég get gleymt mér yfir þessari litabók tímunum saman. Lita, lita og lita. Eins og Van Gogh á góðum degi. Svona næstum. 

Ég hef samt reglulega fengið verk fyrir hjartað síðan þessi kaup voru gerð. Stundum kemur afkvæmið nefnilega og vill lita með. Móðir ársins kemur sér fimlega undan þeirri bón. ,,Hey, hérna er blað. Lita þú á það. Ókei?" Brjóstverkurinn orsakast af því að ég get ekki hugsað mér að það verði litað út fyrir í bókinni minni. Get bara ekki hugsað þá hugsun til enda. Þá yrði allt ónýtt. Ég þyrfti að fleygja henni og kaupa nýja. 

Fínhreyfingar mínar brugðust mér einmitt í gærkvöldi. Ég litaði aðeins út fyrir. Bölvaði mér í sand og ösku og ætlaði að grýta skruddunni í ruslið. Á ögurstundu áttaði ég mig á að ég gat lagað mistök mín með dekkri lit. Guði sé lof. 


Vinkona mín sá sig knúna að upplýsa mig um einhvern netmarkað hjá Forlaginu. Hellingur af bókum á innan við þúsundkall. Það var eins og við manninn mælt. Ég var mætt. Tætti í körfu eins og trítilóð kona. 

Ég er bara að gera gagn. Einhver þarf að versla bækur. Stemma stigu við þessari bölvuðu rafbókaþróun. Ég endurtek orð mín frá því í haust: Ég er ekki hrifin af fyrirbærum á borð við rafbækur eða Kindle. Hvað sem þetta kallast nú. Ótrúlega lítið sjarmerandi - þó ég geti vel skilið þægindin. Ég vil þukla á blaðsíðum. Finna lyktina. Ah, stilla bókunum upp í hillu. Fátt fegurra. 

Punktur. Ég elska bækur. Með blaðsíðum. Og bókalykt. 


Þetta á að vera meistaraverk. Ég er bæði spennt og kvíðin.

Á níræðisafmæli sínu ákveður sögumaður þessarar bókar - þekktur pistlahöfundur og óforbetranlegur piparsveinn - að veita sér munað: eldheita nótt með hreinni mey. 

Þetta kallar á fáeinar lúkur af Nóa kroppi og hálft rauðvínsglas. 


Ég kom auga á þetta á afgreiðsluborðinu í BodyShop um daginn. Einn skammtur af andlitsmaska. Dugir samt tvisvar. Að minnsta kosti á mitt granna og fíngerða fés. 

Þetta er sniðugt ef þú vilt ekki splæsa í heila krukku án þess að prófa maskann fyrst. Nú eða ef þú tímir bara ekkert að splæsa í krukku yfir höfuð. Eins og ég. 

Já, ég spara á furðulegustu stöðum. 


Besti morgunverður í heimi. Þessa dagana að minnsta kosti. Hummus frá Sóma (af því ég nenni ekki að búa til minn eigin), reykt skinka og soðið egg. Ofan á stinna og fína sneið af Finn Crisp. 

Gott. Mjög gott. 


Týpísk morgunstund á Gunnarsbrautinni. Ég að snæða, smyrja nesti og rífa út úr uppþvottavélinni - allt um leið. Enda fór afkvæmið nestislaust í skólann í dag. Ég stakk nestinu hans upp í skáp og lét tómt box flakka í töskuna hans. 

Ekki í fyrsta skipti. 

Jæja. Daprar hórur og Nóa kropp. Og rauðvínstár.

Það má finna mig og elta á bæði Snapchat & Instagram - @gveiga85.

Heyrumst.

4 comments:

  1. Besta hrökkkex ever!
    Mitt uppáhalds kombó er Finn crisp m/smjörva,ost og eggi..og kannski má papriku ef ég nenni :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mmm. Ostur, Smjörvi & egg. Hljómar unaðslega!

      Delete
  2. kotasæla, salsasósa, gúrkur og tómatar eru killer blanda á finn crispið!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ó, boj. Salsasósa & kotasæla - getur varla klikkað!

      Delete