May 30, 2015

New shoes


Allt í lagi, ég finn mig knúna til þess að segja frá þessum skóm. Af því þeir eru fallegir. Og voru ódýrir. Og ég elska allt sem er ódýrt. Og kaupi alltaf allt sem er passlega billigt. Aurasálin sem ég er.

Jájá, afskaplega þversagnakennd aurasál. Meðvituð um það. Ég tel mig ákaflega sparsama. Af því að allt sem ég versla er ódýrt. En á móti er ég alltaf andskotans verslandi. Nú heyri ég rödd móður minnar í öðru eyranu. Og sambýlismannsins í hinu.

Safnast þegar saman kemur Guðrún Veiga. Safnast þegar saman kemur.

Dýrasta skópar sem ég á kostaði 13.000. Langdýrasta parið. Sem ég hef fleygt peningum í sjálf sko. Það eru einhverjar jóla- og afmælisgjafir í skóhillunni. En þær teljast ekki með. Aldeilis ekki. 

Safnast þegar saman, blablabla. Þetta gæti verið verra. Miklu verra. 



Ég og vinkona mín flögruðum um hálft höfuðborgarsvæðið fyrir stuttu. Í leit að svona skóm. Með hálfu höfuðborgararsvæðinu á ég við að við fórum í Topshop og Hagkaup. Þar voru til áþekk skópör en ekki eitt einasta par fyrir bífurnar sem ég skarta. Í stærð 40-41. Ömurleg stærð. Og á báðum stöðum kostuðu skórnir um og yfir 6000 krónur. 

Fáeinum dögum síðar var ég að rúlla yfir Instagram. Þar sem ég fylgist með allt og öllum. Fólki, bloggum, búðum - nefndu það. Ég rek augun í mynd af svona skóm. Sé að myndin tilheyrir einhverju sem heitir favor.isSem ég hafði ekki hugmynd um hvað var. Af því ég fylgi bara hinu og þessu. Hingað og þangað. 

Jæja, ég slæ þessari slóð inn í tölvuna. Þá er þetta búð á Akureyri. Sem átti til skó í minni stærð. Og það á 3.990 krónur. Selt. Selt og slegið. Klárt mál. 



Það eru til svona hvítir líka. Skjannahvítir. Eins og nýfallin mjöll. Óskrifað blað. Syngjandi sætir. Ó, mig langar. En eitt par er nóg. Er það ekki? Jú, feikinóg. 

Jæja, ég er búin að eyða 45 mínútum í að slá skópari gullhamra. Komið gott.

Ég er farin í Kolaportið. Að versla bækur. Harðfisk. Og skonsur. 

Þið getið fundið mig á Instagram og Snapchat - @gveiga85.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment