Aug 18, 2015

Pallíettur


Móðir ársins og átta ára gamla afkvæmið brugðu á leik í dag. Með myndavélina. Innandyra. Því miður. Sem þýðir ömurleg birtuskilyrði. En afkvæmið þvertekur fyrir það að mynda móður sína á almannafæri. Eins og ég skrifaði um hérna

Jæja. Skiptir engu. Þessi bolur varð að fá myndatöku. Þó afkvæmið hafi heimtað að fá að leigja mynd á Vod-inu fyrir vikið. Og kríað út taco í kvölmatinn. 

Já, þessi myndataka kostaði mig yfir tvöþúsund krónur. Gróflega áætlað. 


Mamma, þú skalt loka augunum. Eða bara slökkva á spjaldtölvunni þinni. Ég veit að þú ert að hrista hausinn. Og trúir ekki að ég hafi keypt þetta. Og ætli almennt að ganga í þessu. 

Ó, sjáið þessar pallíettur. Ekki horfa á rassinn á mér. Bara pallíetturnar. Draumur í dós. Og svo fallega fjólubláar. Amen fyrir því. 


Jú, ég veit hvað þið eruð að hugsa. Hún hefði átt að verða fyrirsæta. Ó, ég veit. 


Stórar pallíettur. Litlar pallíettur. Fullt af pallíettum.

Dýrðina fann ég á útsölu í Gyllta kettinum fyrir stuttu. Þrjúþúsund kall. 

Og nei. Ég er ekki á neinum samningi við Gyllta. Eins og ég hef svo margoft verið spurð að. Því fer fjarri. Ég byrjaði að versla þar árið 2008 af því að nemendafélagið mitt var með afslátt. Ég féll kylliflöt bæði fyrir úrvali og verðlagi. Og steinligg ennþá. Árið 2015.

Þar með er það afgreitt. 

Heyrumst fljótlega.

No comments:

Post a Comment