Ást mín á samfestingum á sér engin takmörk. Eins og við
höfum jú farið yfir áður. Bæði hér & hér. Ég fékk fregnir af þessari elsku fyrir
páska. Snöpp úr ýmsum áttum. Vinalegar ábendingar um að í Lindex leynidst
samfestingur merktur mér.
Ég rauk ekki af stað. Aldrei slíku vant. Ég er að spara. Spara, spara og spara. Þar sem ég hafði hugsað mér að yfirgefa leigumarkaðinn áður en ég verð gjaldgeng á Hrafnistu.
Ég er orðin svo staðföst. Svona á gamalsaldri. Ekkert bruðl. Ekkert kjaftæði.
Kemur svo ekki einhver andskotans bæklingur hérna inn um lúguna í síðustu viku. Kauphlaup í Smáralind. 20% afsláttur af öllu í Lindex.
Það var eins og við manninn mælt. Ég hljóp. Ég keypti.
Þessir litir sko. Mama loves.
Nei, Gordon Ramsay lá ekki nakinn í grasinu fyrir neðan mig.
Ég veit ekki alveg hvað þessar stellingar mínar eiga að þýða. Eða á hvað ég var
að horfa.
Ég spretti af stað inn áður en ég náði að líta upp. Og beina seiðandi augnaráði mínu í myndavélarlinsuna. Fimbulkuldi alltaf hreint. Óþolandi.
Daðra við ykkur með augnaráðinu síðar. Lofa.
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment