Dec 29, 2014

Tíu mest lesnu.

Jæja. Rúllum saman yfir farinn veg. Hvað vakti mesta lukku hjá ykkur árið 2014? Ég nennti ekki að raða þessu í neina sérstaka röð - þetta eru sem sagt þær tíu bloggfærslur sem fengu hvað mestan lestur á árinu. Í engri sérstakri röð. Eins og áður sagði. Einmitt - hefjumst handa.

Spennandi? Já!

10. Hvar voruð þið - sagan af fyrstu ræktarferð ársins. Ömurleg ferð sem það var. Helvítis verðmiðar.


9. Mánudagsverkefni: Smokey-eye - þessi færsla vakti ekki athygli út af hæfileikum mínum á sviði förðunar. Þvert á móti. Ég játaði það hins vegar á mig að þrífa ekki alltaf á mér fésið fyrir svefn. Fara kafmáluð í bólið. Hefði betur látið það ógert.

Inni á Kynlegum athugasemdum (sem er hópur á Facebook) var ég úthrópuð sem erkióvinur femínista. Konan sem vildi stuðla að því að konur létu aldrei sjá sig ómálaðar. Hvorki í svefni né vöku. Konur ættu að fara að sofa sætar. Og vakna sætar. Blablabla. Allt má misskilja. 

8. Morgunstund - þessi færsla var mikið lesin. Mögulega út af undarlegu skyrblöndunni. Það er einmitt mjög skrýtið til þess að hugsa að morgunstundir mínar í Breiðholti verða ekki fleiri. Í bili að minnsta kosti. Eftir áramót hef ég búskap á Gunnarsbraut. Það leggst ferlega vel í mig. 


7. Miðnætursnarl - þetta bras með eplið er ein mest skoðaða uppskrift frá upphafi. Undarlegt nokk. Gott samt. Mjög.


6. Stutt - ég klippti mig stutt. Tók 938 speglamyndir af því. Dauðsá svo eftir öllu saman. Fékk mér hárlengingar viku síðar. Ég klippi mig aldrei aftur. Aldrei. 


5. Brownie með Marsfyllingu - hér þarf engin orð. Eða kannski bara fjögur. Besta. Kaka. Í. Heimi.


4. Aldrei aftur - ég átti margar misgóðar flugferðir á árinu. Þessi var án efa sú versta.

3. Ææææ, Guðrún Veiga - ah, þegar ég týndi bílnum mínum fyrir utan Nettó. Góð saga. Ógeðslega vandræðaleg. En góð.

2. Með brókina í töskunni - ekki vera að þvælast um með nærbuxur í töskunni. Það er aldrei góð hugmynd. Að minnsta kosti ekki í mínu tilfelli.


1. Hinsta kveðja - þessi færsla var lesin. Almáttugur minn. Hún var sko lesin. Daginn sem hún flaug á veraldarvefinn heimsóttu tæplega 20.000 manns bloggið mitt. Á einum degi. Brjóstin á mér hafa augljóslega gríðarlegt aðdráttarafl. Þó smávaxin séu. 


Enginn varanlegur skaði hlaust af þessari uppákomu. Við erum öll í heilu lagi. Bæði ég og júllurnar.

Heyrumst.

1 comment:

  1. Klósettið er búið að vera annað heimilið mitt síðustu daga þannig ég verð að vera snögg að skrifa þetta. Ég er þessi sem skoða ekki hvert einasta blogg á hverjum degi. Kannski þess vegna missi ég alltaf af trendnet gjafaleikjunum. Ég dett svo af og til inná bloggið þitt og í dag gerðist það. Ég var búin að skoða frá síðustu færslunni að þessari. En ég er heima klukkan hálf 10 vegna þess að ég er búin að vera með magapest. Og svo finn ég drunurnar koma og ég er frekar hissa að ég fari bara ekki á loft. Og ég sit í minni eigin skítalykt en ég nenni samt ekki á klósettið aaalveg strax. Svo bara gerist það. Það kemur einhvað með næsta prumpi. Ég er komin á þrítugsaldurinn og ég skeit í mig vegna þess að ég var að skoða bloggið þitt. Gott blogg GV.

    ReplyDelete